Lambaskankar eins og þeir gerast bestir

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Lambaskankar eru í miklu uppáhaldi enda fátt sem toppar vel soðið eldaða skanka sem nánast detta af beinin. Það er Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, matarbloggari á Döðlur & smjör sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem gulltryggir gleðilegt pákskahald. 

Lambaskankar 

  • 4 lambaskankar
  • 2 msk. Bezt á lambið, krydd
  • 10-15 kartöflur
  • 6 gulrætur
  • 2 laukar
  • 1-2 hvítlaukar
  • 2 tsk. timjan, þurrkað eða handfylli ferskt timjan
  • 2 tsk. salt
  • 1 tsk. pipar
  • 1 lambakraftur, teningur
  • 1 msk. tómatpúrra
  • 200 ml vatn

Finnið til eldfast form með loki eða pott sem þolir að fara í ofn og stillið ofn a 150°c.

Byrjð á því að krydda kjötið og steikja það létt í 3-4 mín, til að brúna það.

Skerið grænmetið gróft niður og setjið í botninn á pottinum/forminu, kryddið með timjan, salt og pipar. Setjið lambakraft, tómatpúrra og vatn í ílát og hitið örlítið í örbylgjuofni, til þess að leysa upp kraftinn. Hrærið vel í og hellið yfir grænmetið. Setjið þá lambaskankana yfir grænmetið, lokið pottinum/forminu og setjið inn í ofn í 3-4 klst.

Rauðvínssósa

  • 1 pk rauðvínssósa frá Toro
  • 200 ml vatn
  • 100 ml soð úr pottinum/formi

Blandið öllu saman í pott og hrærið vel saman. Leyfið suðunni að koma upp, lækka undir og leyfa að sjóða í u.þ.b. 5 mín.

Takið skankana upp úr pottinum og deilið grænmetinu á fjóra diska, setjið einn lambaskanka á hvern disk og hellið sósu yfir.

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert