Með 15 milljónir á mánuði en ætlar að taka barvaktir

Nýráðinn forstjóri Starbucks, Laxman Narasimhan, hefur tilkynnt að einu sinni í mánuði muni hann taka vakt á einhverju kaffihúsa fyrirtækisins. Vaktin verður hálfan dag og hyggst Laxmann með þessum hætti setja sig betur inn í grunn starfssemi fyrirtækisins og bókstaflega setja sig í spor almennra starfsmanna.

Fyrirtækis hefur fengið yfir sig holskeiflu af gagnrýni og lögsóknum frá fyrrum starfsmönnum vegna brota á vinnulöggjöf.

Þessu hyggst Narasimhan breyta og fyrsta skrefið í átt að þeim breytingum er að skilja til fulls hvað fyrirtækið gerir og hvernig það er gert, eins og hann orðaði það sjálfur í tilkynningu. Fyrir þá sem hafa gaman að útreikningum má geta þess að grunnlaun Narasmhan eru 15 milljónir á mánuði sem þýðir að miðað við 20 vinnudaga í mánuði er hann að fá 375 þúsund krónur greiddar fyrir vaktina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert