Segja Monu Lisu málaða með eggi

Mona Lisa er eitt þekktasta málverk heims.
Mona Lisa er eitt þekktasta málverk heims. mbl.is/Leonardo da Vinci/Wikipedia

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að allar líkur séu á því að listamenn, hafi notað egg við að mála þekktustu málverk heims á borð við Monu Lisu.

CNN greindi frá því nú á dögunum að í tímaritinu Nature Communications hafi birst rannsókn sem sýndi að próteinleifar hefðu greinst í mörgum klassískum olíumálverkum. Áður var talið að snefilmagn próteina væri afleiðing mengunar, en í ljós hefur komið að klassískir málarar frá 16., 17. og 18. öld - hafi notað óvenjulega tækni við listsköpun sína, eins og eggjarauðu í mjög litlu magni.

Listamenn á borð við Rembrandt og Leonardo da Vinci þykja líklegir til að hafa notað eggjarauðu við að ýkja litina í málningunni sjálfri. En talað er um að eggjarauða hafi fyrst birst í málverkum á sjöundu öll í Mið-Asíu, áður en aðferðin dreifðist til Norður-Evrópu og Ítalíu. Beinar vísbendingar komu í ljós í rannsókninni, þar sem notkun eggjarauða mátti finna t.d. í verkinu ‘Madonna of the Cartation’ eftir Da Vinci. Og er talið að tilvist eggjarauða hafi verið viljandi vegna þess að listamenn voru meðvitaðir um jákvæð áhrif þess á olíumálningu.

Frekari rannsóknir munu vera gerðar eftir þessar niðurstöður að sögn talsmanna.

Verk eftir da Vinci - Madonna of the Carnation.
Verk eftir da Vinci - Madonna of the Carnation. Leonardo da Vinci/Wikipedia
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert