Barbie-kaffihús væntanlegt í sumar

Barbie kaffihús opnar í sumar í New York og Chicago.
Barbie kaffihús opnar í sumar í New York og Chicago. mbl.is/Bucket Listers

Heimsbyggðin býr sig undir nýju Barbie-bíómyndina í sumar en búist er við að sannkallað Barbie-æði muni heltaka heiminn. Í aðdraganda frumsýningarinnar verður ýmislegt gert til að kynna myndina og seðja hungur aðdáenda og meðal þess eru pop-up kaffihús í New York og Chicago. Við erum ekki að tala hér um hefðbundin kaffihús heldur Barbie-kaffihús.

Það eru Buket Listers sem standa hér á bak við þessa nýju upplifun ásamt Mattel en þeir eru þekktir fyrir pop-up af ýmsu tagi. The Malibu Barbie Cafe mun opna í New York og Chicago - og verða staðirnir eins bleikir og Barbie-legir og hugsast getur.

Boðið verður upp á drykki og mat og er áhugasömum bent á að tryggja sér sæti sem fyrst því kaffihúsið verður einungis opið í nokkrar vikur og búast má við að allir áhrifavaldar veraldar verði mættir á svæðið til að smella mynd af sér á kaffihúsunum sem verða svakaleg ef að líkum lætur.

Barbie-kaffihúsið opnar þann 17. maí í New York og nokkrum vikum seinna í Chicago. Fyrir aðdáendur eða áhugasama, þá verður hægt að kaupa miða til að komast inn, frá og með 19. apríl HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka