Mætti til Maldíveyja og gifti sig

Jamie Oliver og Jools konan hans, hafa verið saman í …
Jamie Oliver og Jools konan hans, hafa verið saman í 23 ár. mbl.is/Facebook

Fyrstu fréttir af Jamie Oliver hér á páskadagsmorgun, voru draumkenndar brúðkaupsmyndir á fjarlægri strönd - en nakti kokkurinn giftist sinni heittelskuðu í annað sinn og birti myndir á Facebook síðu sinni.

Eftir 23 ára samband og fimm börnum síðar, ákváðu Jamie og Jools að endurnýja heitin áður en elstu börnin byrja að yfirgefa hreiðrið. Þegar þau giftu sig í fyrsta sinn, þá var öllu fjölmiðlafári haldið í fjarlægð - á meðan í dag, birta þau sjálf myndir úr athöfninni. Þau völdu litla strönd á Maldíveyjum, þar sem turkís blár sjórinn er allt um kring og fjölskyldan sólkysst og sæl eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

mbl.is/Facebook
mbl.is/Facebook
mbl.is/Facebook
mbl.is/Facebook
mbl.is/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka