Svona geymir þú afganga af páskamatnum

Hér finnur þú góð ráð til að sporna við matarsóun.
Hér finnur þú góð ráð til að sporna við matarsóun. mbl.is/Colourbox

Við höfum sannarlega gert vel við okkur síðustu daga og mögulega fengið okkur aðeins of oft á diskinn. Það eru afgangar eftir veisluhöldin og það þarf að sporna við matarsóun. Hér eru nokkkur skotheld ráð hvernig best sé að frysta afganga.

Ekki undir -18 gráðum
Fyrir það fyrsta á frystirinn ekki að vera undir -18 gráðum til að halda bakteríum í skefjum, því þannig helst maturinn lengur ferskur.

Setjið sem fyrst í frysti
Því fyrr sem maturinn ratar inn í kæli, því betra. Hafa skal í huga að matvaran þarf að vera orðin alveg köld áður en þú setur hana inn í frysti.

Réttu umbúðirnar
Það eru ekki allar umbúðir sem þola frost. Ef það er eitthvað sem þú hefur t.d. keypt í búðinni og ætlar að frysta, er oft gott að umpakka í frystipoka þar sem maturinn mun haldast lengur. Eins er gott ráð að merkja pokana með dagsetningu, þá hvaða dag maturinn fer inn í frysti.

Jafnvægið
Til að frystirinn sinni störfum sínum hvað best, þá má hann ekki vera of fullur og heldur ekki of lítið í honum til að loftið nái að leika um hann. Notið frystinn að vild og fyllið hann eftir þörfum - passið bara að troða ekki í hann.

Lofttæmið

Reynið að ná öllu umfram lofti úr umbúðunum. Frystivara geymist best í lofttæmdum umbúðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka