Það getur reynst hvimleitt er við rétt lítum undan hrærivélaskálinni sem hamast við að þeyta rjóma - og allt í einu verður rjóminn að hálfgerðu smjöri því við þeyttum hann of lengi. Og hvað er til ráða?
Í tilviki sem þessu þarftu ekki að byrja upp á nýtt. Því eina sem þú þarft er mjólkurdreitill út í „smjör”-rjómann - og velta mjólkinni varlega þar upp úr. Bættu við meiri mjólk eftir þörfum til að fá þessa léttu og loftkenndu áferð sem við sækjumst eftir. Lítið mál að redda hlutunum ef við erum með réttu húsráðin á hreinu.