Margmilljarðamæringurinn Elon Musk heldur áfram að toppa sig - og nú með bjór í svaðalegasta flöskuformi sem við höfum séð til þessa.
Bjórinn bragðast af sítrónu, bergamót og sætum ávöxtum og kallast GigaBier. Hann er bruggaður í þýskalandi, en það vill svo til að TESLA er með verksmiðju í Berlín sem sér um að senda rafbíla til kaupenda í 17 löndum í Evrópu. Sótsvartar og mattar bjórflöskurnar koma þrjár saman í pakka, þar sem Giga-vatnsmerkið er sjálflýsandi í myrkri.
Þess má geta að þetta er í annað sinn sem TESLA kynnir áfengi á markað, en þeir gáfu frá sér Tesla Tequila árið 2021, þar sem hver flaska bar tæplega 35 þúsund króna verðmiða um hálsinn.
Fyrir áhugasama, þá má kaupa bjórinn HÉR.