Undrapokinn sem er ekki bara poki

mbl.is/Colourbox

Þá sjaldan sem við rekumst á ný húsráð út í hinum stóra heimi deilum við þeim að sjálfsögðu með lesendum vorum.

Margir hafa tileinkað sér svokallaða grænmetispoka sem við notum er við förum að versla út í búð. Pokarnir tóku við af litlu plastpokunum, og eru mun umhverfisvænni en plastið. Það sem færri vita, þá má nota pokana undir svo margt annað en grænmeti og búðarferðir eins og við sjáum hér fyrir neðan.

Þú getur notað pokann…

  • Til að þvo nærföt og viðkvæman fatnað.
  • Til að safna öllu grænmeti og ávöxtum saman í einn poka og þvo undir krananum. Hengja síðan pokann upp þannig að vatnið leki af.
  • Til að geyma baðdót frá krökkunum eða sjampóbrúsa, og láta pokann hanga í sturtunni.
  • Sem innpökkunarpoka, í stað þess að kasta pappír utan um gjöfina.
  • Undir nestið þitt í vinnuna.
  • Til að geyma tölvusnúrur og hleðslutæki.
  • Undir allskyns smádót sem annars liggur á víð og dreifð í handtöskunni þinni.
  • Fyrir blaut sundföt.
  • Til að pakka niður skóm í næsta ferðalag.
  • Fyrir óhrein nærföt á ferðalögum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka