Bestu ráðin til að halda hnífunum beittum

Góður hnífur er ómissandi í eldhúsið - en þessir eru …
Góður hnífur er ómissandi í eldhúsið - en þessir eru frá Gastrotools. mbl.is/Gastrotools

Hér fær­um við ykk­ur leiðar­vís­ir að því, hvernig best sé að brýna og halda hníf­un­um okk­ar beitt­um. Því það er fátt eins mik­il­vægt en beitt­ur hníf­ur við eld­hús­störf­in. Góður hníf­ur vinn­ur nefni­lega verkið ró­lega og án allra óvæntra handa­hreif­inga, er hann renn­ur svo mjúk­lega í gegn­um mat­inn sem við erum að sýsla með.

  • Hníf­ar verða slak­ir með tím­an­um, sama hversu öfl­ug­ur hann var í byrj­un. Og það velt­ur allt á því hversu oft við not­um hníf­inn og í hvað - eins hvernig við hugs­um um hníf­ana okk­ar al­mennt séð.
  • Ef þú legg­ur smá­sjá við end­ann á hnífn­um þínum, þá muntu sjá að það er mikið af hök­um í sjálfu blaðinu sem kem­ur er hníf­ur­inn er notaður og það er full­kom­lega eðiliegt. Við þurf­um enga síður að hugsa vel um hníf­ana okk­ar.
  • Til að slípa hníf­ana beitt á ný, er best að nota svo­kallaðan slípi­stein sem finn­ast í nokkr­um út­færsl­um. Það mætti líkja slípi­stein­um sam­an við sandpapp­ír sem er fá­an­leg­ur í mis­mun­andi korna­stærðum - sum­ir gróf­ir og aðrir eru fínni í sér.
  • Sem þumalputta­regla, þá ætti að nægja að slípa hníf­ana tvisvar á ári með slípi­steini - en með kera­míkstáli, er gott að strjúka hnífn­um létt yfir í annað hvert skipti sem þú ætl­ar að nota hníf­inn.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert