Þýskt nautahakk merkt með íslenskum fána

Ljósmynd/Colourbox

Nú þegar vorið er handan við hornið eru margir búnir að taka fram grillið og setja sig í grillstellingar fyrir sumarið.

Hægt er að kaupa þó nokkrar gerðir af hamborgurum, bæði hefðbundnum og smass-borgurum sem hafa notið mikilla vinsælda.

Lesandi hafið samband við matarvef mbl og sagðist hafa keypt smass-borgara i verslun í gær. Pakkningarnar voru merktar með íslenska fánanum og taldi hann því kjötið íslenskt.

Þegar heim var komið las hann aftan á pakkningarnar og þar stóð að upprunaland væri Þýskaland.

Fannst viðkomandi það skjóta skökku við að merkja umbúðirnar með íslenska fánanum og vildi meina að hér væru misvísandi upplýsingar á ferðinni.

Neytendum er því bent að fáni á umbúðum sýnir ekki endilega hvaðan varan er. Ávallt skal skoða merkingar þar sem upprunaland er tiltekið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka