Örbylgjupopp er ekki alveg skaðlaust

Heimagert poppkorn úr smiðju leikkonunnar Gwyneth Paltrow.
Heimagert poppkorn úr smiðju leikkonunnar Gwyneth Paltrow. mbl.is/goop.com

Hver elskar ekki góða ræmu í sjónvarpinu með popp í skál og ískalda kók með klökum. Það eru þó ekki allir sammála um ágæti örbylgjupoppsins, þar sem gamla góða potta-poppið þykir hollari kostur en hitt.

Pokinn er ekki hættulaus
Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig smjörið helst inni í pokanum án þess að leka í gegn? Poppframleiðendur húða pokana að innan með PFA (efni sem oft er notað í matarumbúðir) - til að koma í veg fyrir að smjörið og önnur bragðefni leki í gegnum pappírinn. En að sama skapi, þá liggur poppið í efninu og fer í líkamann þinn er þú borðar poppið.

Popp-lunga
Hið ómótstæðilega smjörbragð og fallegi popplitur sem við elskum svo mikið er heldur ekki á vinsældarlista hjá læknum - þar sem efnafræðileg blanda stendur þar á baki sem inniheldur m.a. díasetyl, og er í grundvallaratriðum titlað sem ‘eitur’ hjá læknum. Þetta efni getur leitt til berkjubólgu eða „popp-lunga”, þar sem minnstu leiðir í lungum verða bólgnir og geta leitt til hósta og mæði. Eins er mikið um mettaða fitu í örbylgjupoppi og innihalda sum vörumerki allt að 4 grömm af fitu í einum skammti, sem samsvarar um 20% af daglegri neyslu.

Mikið magn af natríum
Iðulega má finna mikið magn af salti í feitum mat og þar er örbylgjupopp engin undantekning. Framleiðendur leitast við að ná upp ákveðinni „sælu” fyrir neytendur - en mismikið af natríum er að finna í poppinu þar sem sum vörumerki innihalda allt að 15% af daglegum gildum. Því er engin furða að við þömbum gosdrykki á stút er við borðum popp.

Það er auðvelt að poppa sjálfur
Með því að poppa sjálfur á gamla mátann, stjórnar þú bæði magni af mettaðri fitu sem og natríum magninu. Og í raun tekur það sama tíma að poppa sjálfur á helluborðinu eins og að setja pokann inn í örbylgjuofn. Fyrir utan möguleikana sem þú átt í hendi er þú poppar sjálfur, því auðvelt er að bæta við karamellu, taco kryddi eða öðru sem hugurinn girnist.

Svona býrðu til heimagert popp í örbylgjuofni

  • Takið brúnan bréfpoka og setjið 1/4 bolla af poppmaíis. Engin þörf er á olíu eða smjöri. 
  • Lokið pokanum og hitið í örbylgju. 
  • Spreyið að lokum smjörspreyji og stráið yfir kryddum að eigin vali. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert