Við höfum áður talað um dálæti okkar á stjörnuhjónunum Blake Lively og Ryan Reynolds en þau eru snillingar í markaðssetningu og eru að gera góða hluti þar.
Lively á gosfyrirtækið Betty Buzz og reglulega sendir hún frá sér auglýsingar sem eru óborganlegar. Nýjasta auglýsingin er það engin undanteking en þar leikur Dr. Irving Scher, sem var stjörnuvitni í snjóslysaréttarhöldum Gwyneth Palthrow á dögunum, til að útskýra gagnsemi þess að drekka Betty Buzz drykki.
Með því fyndnara sem sést hefur og við tökum ofan fyrir Lively og hugmyndaauðgi hennar.