Réð stjörnuvitni Gwyneth Palthrow í auglýsingu

Við höfum áður talað um dálæti okkar á stjörnuhjónunum Blake Lively og Ryan Reynolds en þau eru snillingar í markaðssetningu og eru að gera góða hluti þar.

Lively á gosfyrirtækið Betty Buzz og reglulega sendir hún frá sér auglýsingar sem eru óborganlegar. Nýjasta auglýsingin er það engin undanteking en þar leikur Dr. Irving Scher, sem var stjörnuvitni í snjóslysaréttarhöldum Gwyneth Palthrow á dögunum, til að útskýra gagnsemi þess að drekka Betty Buzz drykki.

Með því fyndnara sem sést hefur og við tökum ofan fyrir Lively og hugmyndaauðgi hennar.

Dr. Irving Scher við réttarhöld Gwyneth Palthrow.
Dr. Irving Scher við réttarhöld Gwyneth Palthrow.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka