Stundum er erfitt að setja fingur á það sem heillar - þegar við göngum inn í rými og það er eitthvað sem snertir fagurkerahjartað í okkur. Hér eru leyndarmálin á bak við eldhús sem vekja athygli - eða þar sem rauði þráðurinn og smáatriðin eru í fyrirrúmi.
Persónulegt
Ef þig dreymir um eldhús sem er ekki eins og hjá öllum öðrum, þá skaltu hafa það á persónulegu nótunum. Hengdu upp listaverk á veggina sem annars myndu hanga í stofunni, eða skreyttu með litríkum matreiðslubókum sem þú hefur sankað að þér í gegnum árin. Kannski áttu gersema sem þú hefur fest kaup á erlendis og henta fullkomlega inn í eldhúsið.
Litir
Það er gefið mál að hvít eldhús eru þau allra vinsælustu og munu eflaust alltaf vera, þó að litríkari valkostir hafi rutt leiðina undanfarið. Ein leið til að upphefja eldhúsið er að mála vegg í lit, eða velja eldhúsinnréttinguna sjálfa í lit.
Blöndunartæki
Þeir sem vilja auðvelda og fallega lausn á eldhúsið, þá nægir oft að skipta út vaski og blöndunartækjum. Og það getur verið ótrúlega fallegt að velja vask og tæki sem eru andstæða við annað í eldhúsinu - eins og til dæmis brasslitaðan krana í hvítt eldhús.