Svona tekur þú eldhúsið upp á næsta stig

Ljóst og lekkert! Eflaust draumur margra að eiga svona fallegt …
Ljóst og lekkert! Eflaust draumur margra að eiga svona fallegt eldhús. mbl.is/anKøkken

Stund­um er erfitt að setja fing­ur á það sem heill­ar - þegar við göng­um inn í rými og það er eitt­hvað sem snert­ir fag­ur­kera­hjartað í okk­ur. Hér eru leynd­ar­mál­in á bak við eld­hús sem vekja at­hygli - eða þar sem rauði þráður­inn og smá­atriðin eru í fyr­ir­rúmi.

Per­sónu­legt
Ef þig dreym­ir um eld­hús sem er ekki eins og hjá öll­um öðrum, þá skaltu hafa það á per­sónu­legu nót­un­um. Hengdu upp lista­verk á vegg­ina sem ann­ars myndu hanga í stof­unni, eða skreyttu með lit­rík­um mat­reiðslu­bók­um sem þú hef­ur sankað að þér í gegn­um árin. Kannski áttu ger­sema sem þú hef­ur fest kaup á er­lend­is og henta full­kom­lega inn í eld­húsið.

Lit­ir
Það er gefið mál að hvít eld­hús eru þau allra vin­sæl­ustu og munu ef­laust alltaf vera, þó að lit­rík­ari val­kost­ir hafi rutt leiðina und­an­farið. Ein leið til að upp­hefja eld­húsið er að mála vegg í lit, eða velja eld­hús­inn­rétt­ing­una sjálfa í lit.

Blönd­un­ar­tæki
Þeir sem vilja auðvelda og fal­lega lausn á eld­húsið, þá næg­ir oft að skipta út vaski og blönd­un­ar­tækj­um. Og það get­ur verið ótrú­lega fal­legt að velja vask og tæki sem eru and­stæða við annað í eld­hús­inu - eins og til dæm­is brasslitaðan krana í hvítt eld­hús.

Kraninn er stjarnan í þessu eldhúsi.
Kran­inn er stjarn­an í þessu eld­húsi. mbl.is/​an­Køkk­en
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert