Eldhúsrisi stefnir óðfluga í gjaldþrot

Þær fregnir berast að vestan að plastílátaframleiðandinn Tupperware sé mögulega á leiðinni í gjaldþrot. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem gerð var grein fyrir erfiðri fjárhagsstöðu og að verið væri að leita allra leiða til að rétta stöðuna af.

Við þessar fregnir féllu hlutabréf í fyrirtækinu um 50% en þó er ekki öll von úti enn.

Tupperware hefur verið leiðandi í framleiðslu plastíláta fyrir eldhús og sú var tíðina að enginn var maður með mönnum nema að eiga fulla skápa af Tupperware. Í fyrra hófst samstarf fyrirtækisins við bandaríska verslunarrisans Target sem gerði vörurnar sýnilegri almenningi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka