Eldhústrixið sem áhrifavaldarnir nota

Ljósmyndir: Nordic Design/@Kristofer Johnsson

Við erum hérna með geggjað eld­hús sem blogg­ar­inn og stíllist­inn Ulrika Rand­el á en hún held­ur úti hönn­un­ar­blogg­inu Seventeendoors.

Eld­húsið er yf­ir­gengi­lega smart og skandi­nav­ískt en við tök­um eft­ir þeirri tísku all­víða og datt í hug að benda ykk­ur á það. Sama stíl má meðal ann­ars sjá á forsíðu síðasta tölu­blaðs Bo­Bedre en þar eru fleiri en ein gerð af stól­um við borðstofu­borðið.

Trixið er sum sé að blanda sam­an fal­leg­um stól­um og við erum ekki frá því að þetta komi gríðarlega vel út. Þannig er hægt að vera með tvo dýr­ari stóla - helst ein­hverja for­láta hönn­un­ar­gripi - og blanda þeim sam­an við ódýr­ari stóla. Nú eða bara hönn­un­ar­stóla eða ódýra stóla. Trixið er að stól­arn­ir passi vel sam­an. Hér má jafn­vel fara í Góða hirðinn og finna gamla stóla, pússa þá upp, jafn­vel bólstra sess­urn­ar upp á nýtt (ef þess þarf) og þá er komið full­komið jafn­vægi í borðstof­una.

Ljós­mynd­ir: Nordic Design/@​Kri­stofer Johns­son

Ljós­mynd­ir: Nordic Design/@​Kri­stofer Johns­son
Ljós­mynd­ir: Nordic Design/@​Kri­stofer Johns­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert