Hvernig krydd er best að velja?

Notar þú heil piparkorn eða mulin í matargerð?
Notar þú heil piparkorn eða mulin í matargerð? mbl.is/Colourbox

Flest okkar kaupum mulin krydd í staukum, sem er afar hentugt og ódýrt ef því er að skipta. En hver ætli sé munurinn á því að nota mulið krydd eða ferskari kryddjurtir? Svarið liggur hér fyrir neðan.

Mulin krydd í staukum eru þægileg að eiga inni í kryddskáp, en eru ekki endilega besti kosturinn ef þú sækist eftir miklu bragði í matargerðina. Rétt eins og kaffi, þá bragðast það betur nýmalað. Því um leið og þú malar kryddin þín, þá losnar um mikið af olíum og ilmi - og því lengra sem líður á, þá missa þau bragðið. Það er ekki þar með sagt að við ættum alltaf að nota ferskar eða ómalaðar kryddjurtir, eða heil piparkorn - því við getum notað það besta af báðum heimum. Þurrkryddin í hversdagsmatinn og betri gerðina er við viljum gera vel við okkur um helgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka