Nýjasta matartrendið inniheldur vodka og smjör

Carolina er vinsæll kokkur á TikTok.
Carolina er vinsæll kokkur á TikTok. mbl.is/TikTok @carolinagelen

Við höfum varla undan að fylgjast með öllum þeim nýjungum sem finnast á samfélagsmiðlinum TikTok - en það allra nýjasta er vodka-smjör sem þykir ansi ljúffengt.

Það var TikTok kokkurinn @carolinagelen sem birti myndskeið með uppskrift að vodkasmjöri sem er afar einfalt í framreið. Carolina mælir með að nota smjörið með ansjósum eða öðru fiskmeti, þá smurt ofan á brauð og jafnvel raspa sítrónubörk yfir.

Vodkasmjör

  • 226 grömm ósaltað smjör, við stofuhita.
  • 90 grömm af vodka að eigin vali
  • Setjið í blandara og blandið saman þar til silkimjúkt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka