Elísabet veit meira um air-fryer en aðrir

Elísabet Sigurðardóttir eldar nánast allan mat í air-fryer.
Elísabet Sigurðardóttir eldar nánast allan mat í air-fryer.

Vinsælasta eldhústækið þessi dægrin er án efa air-fryer, eða loftsteikingatæki. Elísabet Sigurðardóttir er án efa einn mesti reynsluboltinn er kemur að notkun tækisins, en hún heldur úti síðunni Airfryeruppskriftir á Instagram þar sem hún deilir uppskriftum og góðum ráðum varðandi græjuna. Við náðum tali af Elísabetu sem hefur verið búsett í Danaveldi frá árinu 1996, og fengum að forvitnast um það hvernig hún notar græjuna.

„Ég keypti minn fyrsta air-fryer fyrir tæpum þremur árum síðan. Ég hef enga reynslu né menntun í matargerð, svo það hefur verið áhugamálið mitt að finna upp á nýjum uppskriftum með tækinu. Þegar ég keypti minn fyrsta airfryer var þetta svo nýtt og lítið um uppskriftir og ráð á netinu - ég starði bara á þetta fyrirbæri og hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að nota hann í fyrir utan franskar,” segir Elísabet í samtali.

Notar græjuna daglega
Elísabet segir erfitt að segja til um hvað sé einfaldast að matreiða í air-fryer, þar sem tækið er svo einfalt í notkun. Hún notar tækið nánast daglega og eldar allt milli himins og jarðar með því að loftsteikja matinn. „Ég elska airfryer kjúkling og sérstaklega heilan kjúkling þar sem skinnið verður svo stökkt og kjúklingurinn safaríkur”, segir Elísabet. Það má finna uppskrift frá Elísabetu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert