Krýningarkjúklingur Karls afhjúpaður

Karl Bretaprins mun verða krýndur formlega sem konungur þann 6. …
Karl Bretaprins mun verða krýndur formlega sem konungur þann 6. maí nk. AFP

Stundin sem margir royalistar bíða eftir mun brátt renna í garð - þegar Karl Bretaprins verður formlega krýndur konungur þann 6. maí nænstkomandi.

Hin ýmsu matvörumerki eru að detta í konunglega gírinn með úrval af konunglegum matvörum eins og kex og kjúklingapylsur fylltar með mildu karrý, árstíðarbundum kryddum og rúsínum. Eins sjáum við litla súkkulaðipeninga og ekki má gleyma gininu, London Dry Gin, sem kemur í takmörkuðu magni. Þar sem litasamsetning flöskunnar er sú sama og í þjóðfánanum, og er flaskan merkt með krýningarmerki á innsigli loksins. Þar að auki eru pulsurúllur, samlokur og kjúklingaflögur gerðar úr ekta breskum kartöflum, alvöru kjúklingi, þurrkuðum mangó og kryddblöndu. Spennandi valkostir þar á ferð!

Það var árið 1953 er Elísabet heitin var krýnd drottning, að hinn goðsagnakenndi krýningarkjúklingur leit fyrst dagsins ljós - sem síðar varð svo vinsæll að uppskriftinni var víða komið fyrir í hinum ýmsu samlokum og réttum í matvöruverslunum landsins. Það er því ekki að ástæðulausu sem að fólk gleðst og hlakkar til að sjá hvort hefðin muni ríkja og hvort það verði í anda komandi konungs.

mbl.is/M&S
mbl.is/M&S
mbl.is/M&S
mbl.is/M&S
mbl.is/M&S
mbl.is/M&S
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert