Nýjasta hamborgaraæðið komið til landsins

Ljósmynd/Smass

Svo­kallað melt-æði hef­ur herjað á sam­fé­lags­miðla und­an­farna mánuði en um er að ræða nokk­urs­kon­ar samruna ham­borg­ara og sam­loku. Um er að ræða grillaða osta­sam­loku sem er svo opnuð og inn í hana sett­ur ham­borg­ari með ost og lauk. Vin­sæld­ir þess­ar­ar þekktu sam­loku hafa nú sprungið út á sam­fé­lags­miðlum eft­ir að skyndi­bita­keðjan Five Guys setti hana á leyniseðil hjá sér.

Veit­ingastaður­inn Smass ákvað að kynna til leiks sína út­gáfu af þess­um vin­sæla borg­ara og viðskipta­vin­ir get nú fengið tvö smössuð buff með brædd­um osti og smjör­steikt­um lauk inn í osta­sam­loku úr Mart­in‘s kart­öflu­brauði

Fyr­ir­mynd­in er Patty Melt  sam­loka sem fyrsta var búin til í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um á fimmta ára­tug síðustu ald­ar.  Hún hef­ur nú náð vin­sæld­um á ný vest­an­hafs og á meg­in­landi Evr­ópu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert