Dýrðleg bleikja með æðislegu meðlæti

Ljósmyndari/Erna Sverris - Gott í matinn

Hér erum við með hina full­komnu upp­skrift til að koma vik­unni í gang. Bleikja er í upp­á­haldi hjá ansi mörg­um enda frá­bær fisk­ur og ein­stak­lega bragðgóður. Meðlætið hér svík­ur eng­an og dýrðleg­ur hnetumuln­ing­ur­inn ofan á rétt­in­um topp­ar ansi margt!

Það er Erna Sverr­is­dótt­ir sem á heiður­inn að þess­ari upp­skrift.

Dýrðleg bleikja með æðislegu meðlæti

Vista Prenta

Hnetusil­ung­ur og linsu­sal­at með sal­atosti og myntu-jóg­úrtsósu

Fyr­ir fjóra

  • 4 stk. sil­ungs­flök, roðflett og bein­laus
  • 1 1⁄2 dl kasjúhnet­ur, saxaðar
  • 1 dl hun­ang
  • Rif­inn börk­ur af 1 límónu
  • 1 tsk. harissa eða annað chilímauk

Linsu­sal­at með ostakubbi

  • 250 g soðnar Puy-lins­ur eða sama magn af soðnum brún­um hrís­grjón­um
  • 150 g ostakubb­ur frá Gott í mat­inn, mul­inn
  • 1 stk. rauð paprika, skor­in í litla ten­inga
  • 2 stk. vor­lauk­ar, skorn­ir í þunn­ar sneiðar
  • hand­fylli af fersku kórí­and­er, saxað
  • 75 g kletta­sal­at eða spínat, gróft saxað
  • 1 msk. ólífu­olía
  • 2 msk. fersk­ur app­el­sínusafi
  • 1 msk. límónusafi
  • hun­ang
  • sjáv­ar­salt og svart­ur pip­ar

Myntu-jóg­úrtsósa

  • 2 dl hrein jóg­úrt frá Gott í mat­inn
  • lauf af einnri myntu­grein, fín söxuð
  • sjáv­ar­salt og svart­ur pip­ar
  • límónusafi

Jóg­úrtsósa með myntu

  1. Hrærið sam­an jóg­úr­ti og myntu.
  2. Smakkið til með límónusafa, salti og pip­ar.
  3. Sil­ung­ur með hnetutoppi
  4. Stillið ofn­inn á 200°C.
  5. Hrærið sam­an kasjúhnet­um, hun­angi, límónu­berki og chilímauki.
  6. Setjið sil­ungs­flök­in hlið við hlið á bök­un­ar­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír.
  7. Látið maukið jafnt yfir flök­in.
  8. Bakið í 10 mín­út­ur.

Linsu­sal­at

  1. Blandið lins­um var­lega sam­an við feta­ost, papriku, vor­lauk, kórí­and­er og sal­at.
  2. Pískið sam­an ólívu­olíu, app­el­sínusafa og límónusafa. Smakkið til með hun­angi, salti og pip­ar. Setjið var­lega sam­an við linsu­sal­atið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert