Kynna nýja bragðtegund á vinsælu súkkulaði

Ljósmynd/Nói Síríus

Það er mikið um að vera þessi dægrin í ný­sköp­un í sæl­gæt­is­fram­leiðslu og nú kynn­ir Nói Sír­ius til leiks nýja bragðteg­und af hinu vin­sæla súkkulaði Eitt Sett. Um er að ræða svo­kallað Sum­ar Sett sem verður ein­göngu í boði í skamm­an tíma en súkkulaðið er með app­el­sínu­bragði sem blandað er sam­an við sí­gild­an lakk­rís­inn.

„Það er svo gam­an að vinna með þetta skemmti­lega vörumerki að við hrein­lega get­um ekki hætt. Ég vona að þjóðin fyr­ir­gefi okk­ur það,“ seg­ir Alda Björk Lar­sen markaðsstjóri Nóa Síríus aðspurð að því hvort ekki sé komið nóg af nýj­ung­um í Eitt Sett vöru­lín­una í bili.

„Við erum spennt fyr­ir sumr­inu og langaði að bæta aðeins í Eitt Sett gleðina með þess­ari sól­ríku og sum­ar­legu út­gáfu. App­el­sín­usúkkulaði er kannski ekki það fyrsta sem manni dett­ur í hug að para sam­an við lakk­rís en bragðið er him­neskt og kem­ur skemmti­lega á óvart,“ seg­ir Alda að lok­um og bæt­ir við að von­andi verði þjóðin jafn ánægð með út­kom­una og hún sjálf. Það er eðli­legt að fólk bíði spennt eft­ir að smakka Sum­ar Settið því það er lík­lega fyrsta vara sög­unn­ar sem sam­ein­ar app­el­sín­usúkkulaði og lakk­rís. Var­an er vænt­an­leg í versl­an­ir nú um mánaðar­mót­in að því að fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert