Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að þrífa vaskinn

Smekklegt eldhús í ljósum lit, þar sem dökkur viðurinn fær …
Smekklegt eldhús í ljósum lit, þar sem dökkur viðurinn fær einnig að njóta sín. mbl.is/Avolia_Kvik

Þrátt fyrir að sápuvatn sé daglegt brauð í eldhúsvaskinum, þá er ekki þar með sagt að hann sé tandurhreinn  langt í frá. Hér er aðferð sem segir hvernig best sé að þrífa vaskinn án þess að lyfta fingri (eða svo gott sem). Þessa aðferð má einnig nota á skítuga potta og pönnur.

Það sem þú þarft til að þrífa vaskinn í eldhúsinu:

  • Uppþvottavélatafla
  • Heitt vatn
  • Mjúkur svampur
  • Settu töfluna í vaskinn og láttu heitt vatn renna þar til taflan hefur leyst upp í vatninu
  • Láttu standa  jafnvel yfir nótt ef þú hefur tök á
  • Skolaðu og þurrkaðu með mjúkum svampi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert