Einfaldasta trixið til að þvo brjóstahaldara

Ljósmynd/Colourbox

Við hér á matarvef allra landsmanna lumum á ýmsum góðum ráðum til að reka heimili eins og best verður á kosið.

Eitt af því sem þarf að þvo reglulega eru brjóstahaldarar en það getur verið flókið. Ófáir brjóstahaldarar hafa eyðilagt þvottavélar þegar spangirnar hafa losnað úr enda þola þeir illa almennan þvott. Í fullkomnum heimi eru þeir að sjálfsögðu handþvegnir en þegar ekki gefst tími til slíks er til gott ráð sem skilar brjóstahaldaranum tandurheinum og í toppstandi.

Stingdu haldaranum inn í nælonsokk eða venjulegan sokk og settu svo í þvottavélina með þvotti í svipuðum lit. Með þessum hætti er engin hætta á að haldarinn fari illa eða eyðileggi vélina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka