Merkilegar staðreyndir um banana

mbl.is/Colourbox

Ban­an­ar eru full­ir af nær­ing­ar­efn­um og góðir sem milli­mál á dag­inn. En það er ým­is­legt sem við þurf­um að vita um ban­ana - eins og að þeir eru al­gjör­ar kulda­skræf­ur.

Ástæðan fyr­ir því að við meg­um ekki geyma ban­ana í ís­skápn­um er í raun nokkuð ein­föld. Þeir eru hálf­gerðar kulda­skræf­ur, þeir verða mislit­ir og bragðið breyt­ist. Sum­ir vilja meina að ban­an­ar missi all­an sjarmann ef þeir fara inn í ís­skáp.

Hvernig er best að geyma ban­ana?
Ban­an­ar elska að vera á svöl­um stað og þá við 12-14 gráðu hita. Því skaltu aldrei geyma ban­ana ná­lægt ofn­in­um eða hellu­borðinu í eld­hús­inu.

Ekki henda þroskuðum bön­un­um
Þegar ban­an­ar verða svart­ir á hýðinu og of mjúk­ir í sér, þá eru þeir full­komn­ir í bakst­ur. Hér fyr­ir neðan eru nokkr­ar upp­skrift­ir sem inni­halda ban­ana og við mæl­um heils­hug­ar með að prófa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka