Hinn heilagi þriflisti

Hvaða þrif-takta ertu að sýna við heimilisþrifin.
Hvaða þrif-takta ertu að sýna við heimilisþrifin. mbl.is/Colourbox

Við höf­um þörf fyr­ir lista sem þenn­an - bara rétt til að minna okk­ur á hvaða hús­verk þarf að gera hverju sinni. Hér er hinn heil­agi þriflisti sem gott er að hafa til hliðsjón­ar við heim­il­is­störf­in.

Dag hvern:

  • Búa um rúmið.
  • Þrífa kaffi­vél­ina.
  • Vaska upp.
  • Sópa eða ryk­suga eld­hús­gólfið.
  • Þrífa eld­hús­vaskinn.
  • Tæma eða setja í uppþvotta­vél­ina.
  • Þrífa vaskinn inn á baðher­bergi.
  • Þurrka af eld­hús­borðinu.

Einu sinni í viku:

  • Pússa spegl­ana.
  • Þrífa kló­settið.
  • Þrífa baðher­bergið.
  • Þvo hand­klæði og tusk­ur.
  • Þurrka af eld­hús­tækj­um og græj­um.
  • Ryk­suga gólf og hús­gögn.
  • Hendið göml­um mati úr ís­skápn­um.

Hverj­um mánuði:

  • Þrífið uppþvotta­vél­ina.
  • Þurrkið af öll­um vift­um á heim­il­inu (t.d. inn á baðher­bergi).
  • Þrífið ör­bylgju­ofn­inn.

Á hálfs árs fresti:

  • Þvoið gard­ín­ur.
  • Ryk­sugið rúm­dýn­urn­ar.
  • Þrífið ís­skáp­inn.
  • Dustið all­ar mott­ur og teppi.
  • Þvoið og pússið alla glugga í hús­inu.

Einu sinni á ári:

  • Þrífið ofn­inn (oft­ar ef þörf kref­ur).
  • Þvoið öll púðaver.
  • Þrífið skáp­ana í hús­inu.
  • Dragið fram eld­hús­tæk­in og þrífið þar á bak við.
  • Þurrkið af öll­um veggj­um frá lofti og niður á gólf.
  • Hreinsið teppi, sé slík á gólf­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka