Hinn heilagi þriflisti

Hvaða þrif-takta ertu að sýna við heimilisþrifin.
Hvaða þrif-takta ertu að sýna við heimilisþrifin. mbl.is/Colourbox

Við höfum þörf fyrir lista sem þennan - bara rétt til að minna okkur á hvaða húsverk þarf að gera hverju sinni. Hér er hinn heilagi þriflisti sem gott er að hafa til hliðsjónar við heimilisstörfin.

Dag hvern:

  • Búa um rúmið.
  • Þrífa kaffivélina.
  • Vaska upp.
  • Sópa eða ryksuga eldhúsgólfið.
  • Þrífa eldhúsvaskinn.
  • Tæma eða setja í uppþvottavélina.
  • Þrífa vaskinn inn á baðherbergi.
  • Þurrka af eldhúsborðinu.

Einu sinni í viku:

  • Pússa speglana.
  • Þrífa klósettið.
  • Þrífa baðherbergið.
  • Þvo handklæði og tuskur.
  • Þurrka af eldhústækjum og græjum.
  • Ryksuga gólf og húsgögn.
  • Hendið gömlum mati úr ísskápnum.

Hverjum mánuði:

  • Þrífið uppþvottavélina.
  • Þurrkið af öllum viftum á heimilinu (t.d. inn á baðherbergi).
  • Þrífið örbylgjuofninn.

Á hálfs árs fresti:

  • Þvoið gardínur.
  • Ryksugið rúmdýnurnar.
  • Þrífið ísskápinn.
  • Dustið allar mottur og teppi.
  • Þvoið og pússið alla glugga í húsinu.

Einu sinni á ári:

  • Þrífið ofninn (oftar ef þörf krefur).
  • Þvoið öll púðaver.
  • Þrífið skápana í húsinu.
  • Dragið fram eldhústækin og þrífið þar á bak við.
  • Þurrkið af öllum veggjum frá lofti og niður á gólf.
  • Hreinsið teppi, sé slík á gólfum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka