Uppáhalds kokteill Karls Bretaprins

AFP

Karl Bretaprins og verðandi kon­ung­ur á sinn upp­á­halds drykk, rétt eins og hver ann­ar. Orðið á göt­unni seg­ir að Karl sé afar hrif­inn af mart­ini og njóti þess að sötra á ein­um drykk á hverju kvöldi. Eins ferðast hann um með sitt eigið gin, vermouth og jafn­vel sitt eigið mart­ini glas svo ekki sé meira sagt. Hér fyr­ir neðan er upp­skrift að kon­ung­leg­um mart­ini sem upp­lagt er að skála í, Kalla til heiðurs laug­ar­dag­inn 6. maí við krýn­ing­ar­at­höfn­ina.

Upp­skrift að kon­ung­leg­um mart­ini

  • Kælið mart­ini glas og setjið því næst ís­mola í glasið.
  • Hellið 60 ml af upp­á­halds gin­inu þínu í glasið.
  • Hellið 15 ml af vermouth sam­an við.
  • Skreytið með ólívu eða sítr­ónu ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka