HönnunarMars fyrir matgæðinga

HönnunarMars er á næsta leiti og það er nóg um …
HönnunarMars er á næsta leiti og það er nóg um að vera fyrir matgæðinga. Sunna Ben fyrir Pítsustund með Fléttu og Ýrúarí

Hef­ur þú sér­stak­an áhuga á mat­ar­gerð, óvenju­leg­um hrá­efn­um og óvænt­um upp­skrift­um? Ertu að leita að heit­ustu pítsunni, ný­stár­leg­asta bjórn­um eða sjald­gæf­asta sveppn­um? Hér að neðan eru nokkr­ir viðburðir sem gætu fallið full­kom­lega að þínu smekk.

Hönn­un­ar­Mars er rétt hand­an við hornið en hátíðin fer fram dag­ana 3. til 7. maí nk. og breiðir úr sér um alla borg. Rúm­lega 100 sýn­ing­ar og 120 viðburðir eru á dag­skrá í ár og því ættu öll að finna eitt­hvað við sitt hæfi. Dag­skrána má finna í heild sinni HÉR

PÁSA
Pás­um lífið, pás­um sjálfið, pás­um hraðann. Höfuðstöðvum Lady Brewery verður breytt í upp­lif­un­ar­bar fyr­ir Hönn­un­ar­Mars­bjór­inn 2023. Nátt­úru­leg und­ar­leg­heit og stór­kost­leg sirk­us­dýr! Komdu í pásu.
Sér­stök upp­lif­un­ar-pásu-bars-bún­inga-partý-pása fer fram laug­ar­dag­inn 6. maí frá kl. 20:00 - 00:00.


Pítsu­stund með Fléttu og Ýrúarí
Flétta og Ýrúrarí opna pítsustað í Galle­rí Port á meðan Hönn­un­ar­Mars stend­ur yfir þar sem boðið verður upp á þæfðar pítsur úr ull­araf­göng­um frá ís­lensk­um ull­ariðnaði. Sviðsmynd viðburðar­ins bygg­ist í kring­um nálaþæf­ing­ar­vél sem sett er í hlut­verk pítsu­ofns en hönnuðurn­ir bregða sér í hlut­verk bak­ara og af­greiðslu­fólks.


Upp­spretta
Upp­spretta er sam­vinnu­verk­efni Bjarna Sig­urðsson og Áslaug­ar Snorra­dótt­ur í Vest. Sýn­ing­in sam­an­stend­ur af gróf­um og mjúk­um hand­gerðum kökudisk­um og skál­um á fæti úr smiðju Bjarna, sem Áslaug veit­ir líf á ein­stak­an máta. Veislu­áhuga­fólk ætti ekki að láta opn­un­ar­hóf sýn­ing­ar­inn­ar fram hjá sér fara en það verður haldið fimmtu­dag­inn 4. maí frá kl. 16 - 19.


Varðveisla hjá Sónó
Vant­ar þig hið full­komna ílát und­ir súr­deigs­móður þína? Varðveisla er vöru­lína með ílát­um úr stein­leir sem auðvelda mat­ar­gerð með nátt­úru­leg­um aðferðum þar sem ör­ver­ur eru við stjórn. Sýn­ing­in fer fram á veit­ingastaðnum Sónó í Nor­ræna hús­inu.


Svepp­ur­inn fer í gang
Þér er boðið að skyggn­ast inn í hug­ar­heim vill­i­sveppa­veiðamanns­ins. Verk­efnið end­ur­spegl­ar lífstíl vill­i­sveppa­veiðimanns­ins með fag­ur­fræði ís­lenskra vill­i­sveppa í fyr­ir­rúmi. Hver hlut­ur upp­fyll­ir þörf vill­i­sveppa­veiðimanns­ins til að lifa í hug­ar­heimi sín­um utan vertíðar. Sýn­ing­in fer fram í Gróður­hús­inu á Lækj­ar­torgi.



mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka