Komdu strigaskónum í sumargírinn

Þetta er rétti tím­inn til að dusta rykið af striga­skón­um okk­ar og koma þeim í sum­argír­inn. Og hér er snjall­asta hús­ráð síðari ára sem við mæl­um með að leggja á minnið.

Oft­ar en ekki eru skórn­ir okk­ar í fín­asta lagi fyr­ir utan nokkra bletti og ryk sem kann að safn­ast mjög auðveld­lega á hvíta striga­skó. Það finn­ast ýms­ar aðferðir hvernig má upp­færa skít­uga skó yfir svo til nýja með því að henda þeim í þvotta­vél­ina. Og til að þurrka þá sem best, þá kem­ur TikT­ok-ar­inn Carol­ina McCauley okk­ur til bjarg­ar - en Carol­ina er einn vin­sæl­asti þrif­spek­úl­ant­inn á sam­fé­lags­miðlin­um.

Hún mæl­ir með að festa reim­arn­ar inn­an á þvotta­véla­lok­inu og láta skóna hanga á meðan þurrk­ar­inn klár­ar sitt verk. Þannig hend­ast skórn­ir ekki til og frá, og það fer mun bet­ur um þá á meðan. Sjá bet­ur í mynd­broti hér fyr­ir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka