Danski sendiherrann klippti á borðann

Kirsten Geelan, Sigurður Reynaldsson og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir.
Kirsten Geelan, Sigurður Reynaldsson og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Ljósmynd/Samsett
Dan­ir búa yfir sterk­um mat­ar­hefðum og eru þekkt­ir fyr­ir smur­brauð sitt, nauta­kjöt og kran­sa­kök­urn­ar sín­ar svo eitt­hvað sé nefnt.
Það var því ekki úr vegi að fá sendi­herra Dan­merk­ur á Íslandi, Kir­sten Geel­an, til þess að opna Danska daga í Hag­kaup í Kringl­unni í há­deg­inu í dag. Hún klippti á borðann ásamt Sig­urði Reyn­alds­syni fram­kvæmda­stjóra versl­un­ar­inn­ar. Dansk­ir dag­ar standa yfir til 14. maí og til þess að fagna al­menni­lega var boðið upp á létt­ar veit­ing­ar á meðan tón­list­armaður­inn Jogv­an söng fyr­ir gesti.
Kirsten Geelan og Sigurður Reynaldsson klipptu á borðann.
Kir­sten Geel­an og Sig­urður Reyn­alds­son klipptu á borðann. Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir
Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir
Kirsten Geelan og Sigurður Reynaldsson skáluðu fyrir dönskum dögum.
Kir­sten Geel­an og Sig­urður Reyn­alds­son skáluðu fyr­ir dönsk­um dög­um. Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir
Jogvan tók lagið.
Jogv­an tók lagið. Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir
Það er ekkert danskara en smurbrauð og öl.
Það er ekk­ert dansk­ara en smur­brauð og öl. Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir
Boðið var upp á glæsilega köku sem var skreytt með …
Boðið var upp á glæsi­lega köku sem var skreytt með danska fán­an­um. Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir
Smurbrauð með súrsuðum agúrkum og lifrarkæfu er mjög danskt.
Smur­brauð með súrsuðum ag­úrk­um og lifr­arkæfu er mjög danskt. Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir
Sigurður Reynaldsson, Finnur Oddsson og Kirsten Geelan.
Sig­urður Reyn­alds­son, Finn­ur Odds­son og Kir­sten Geel­an. Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir skálaði við vinkonu sína.
Eva Lauf­ey Kjaran Her­manns­dótt­ir skálaði við vin­konu sína. Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir
Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir
Jogvan var í essinu sínu.
Jogv­an var í ess­inu sínu. Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir bauð upp á veitingar.
Eva Lauf­ey Kjaran Her­manns­dótt­ir bauð upp á veit­ing­ar. Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert