Brjóstasnúðarnir mættir aftur

Brjóstasnúðarnir eru með hindberjabragði.
Brjóstasnúðarnir eru með hindberjabragði. Ljósmynd/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Girni­leg­ir bleik­ir brjósta­snúðar eru komn­ir í sölu í Brauð & Co. All­ur ágóði af sölu hind­berja­snúðana renn­ur óskipt­ur til styrkt­ar­fé­lags­ins Göng­um Sam­an sem styrk­ir grunn­rann­sókn­ir á brjóstakrabba­meini.

„Þetta er sjötta árið í röð sem við tök­um þátt í þessu fal­lega verk­efni með Göng­um Sam­an og við erum gríðarlega stolt af því. Öll þekkj­um við eða þekkj­um til fólks sem hef­ur greinst með brjóstakrabba­mein. Þetta er virki­lega gott starf sem Göng­um Sam­an er að vinna. Fyr­ir okk­ur að geta hjálpað þeim á hverju ári með því að selja snúða, gef­ur okk­ur gleði í hjartað,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá baka­rí­inu. 

Snúðarn­ir eru komn­ir í baka­rí­in og verða til sölu út helg­ina en síðasti dag­ur­inn til kaupa brjósta­snúð er sunnu­dag­ur­inn 14. maí en það er mæðradag­ur­inn. 

Ljós­mynd/​Heiðdís Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Heiðdís Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka