Gripið og greitt ný sjálfafgreiðslulausn í Bónus

Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus segir að þessi lausn eigi ekki …
Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus segir að þessi lausn eigi ekki að leysa aðrar afgreiðslulausnir af hólmi, heldur sé um að ræða nýja þjónustuleið. Ljósmynd/Guðmundur Marteinsson

Bón­us kynnti til leiks Gripið og greitt nýja og þægi­lega sjálfsaf­greiðslu­lausn í morg­un. Flest erum við orðin vön sjálfsaf­greiðslu­köss­um við út­gang versl­ana, en Gripið og greitt geng­ur skref­inu lengra. Viðskipta­vin­ir fá af­hent­an létt­an og hand­hæg­an skanna við inn­gang­inn og geta því skannað vör­urn­ar sín­ar beint ofan í pok­ann á leið sinni í gegn­um versl­un­ina sem ein­fald­ar allt ferlið til muna og spara ómæld­an tíma.

„Það er mikið hagræði í því fyr­ir viðskipta­vin­inn að þurfa ekki að meðhöndla sömu vör­una mörg­um sinn­um held­ur skanna beint í pok­ann – hand­tök­un­um fækk­ar því til muna“, seg­ir Guðmund­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­us.

Baldur Ólafsson markasstjóri er alsæll með þessa nýju sjálfsafgreiðslulauns Gripið …
Bald­ur Ólafs­son mar­kas­stjóri er al­sæll með þessa nýju sjálfsaf­greiðslu­launs Gripið og Greitt. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Stærsta inn­leiðing sem Bón­us hef­ur ráðist í

Stein­ar J. Kristjáns­son, upp­lýs­inga­tækn­i­stjóri Bón­us, hef­ur leitt verk­efnið áfram en að því koma inn­lend­ir og er­lend­ir aðilar og hef­ur vinna við þetta staðið yfir síðustu mánuði. Að sögn Guðmund­ar er Gripið og greitt ein stærsta inn­leiðing sem Bón­us hef­ur ráðist í og ætl­ar Bón­us að inn­leiða lausn­ina í áföng­um.

 „Við byrj­um í áföng­um, próf­um þetta fyrst á Smára­torgi og svo detta búðirn­ar inn ein af ann­arri næstu mánuði ef viðskipta­vin­ir taka vel í þetta. Þessi lausn þekk­ist víða í Evr­ópu og hef­ur gefið góða raun,“ seg­ir Bald­ur.

Nýju skannarnir taka sig vel út á Smáratorginu.
Nýju skann­arn­ir taka sig vel út á Smára­torg­inu. mbl.is­Arnþór Birk­is­son

 Nýja kerfið fækk­ar spor­um

„Þetta nýja kerfi virk­ar ein­fald­lega þannig að fólk kem­ur að tækja­vegg í búðinni, not­ar Gripið og greitt vild­ar­kort, sem viðskipta­vin­ir nálg­ast í nýju Bón­us appi, og fær út­hlutað skanna. Skann­inn fer vel í hendi en einnig er hægt að festa hann á inn­kaupa­kerru. Í græn­met­is- og ávaxtakæli er sér­stök snjall­vog þar sem vör­ur eru vigtaðar og viðskipta­vin­ir greiða eft­ir þyngd en ekki fjölda. Þegar versl­un­ar­ferð lýk­ur fara viðskipta­vin­ir á sér­stakt Gripið og greitt greiðslu­svæði þar sem gengið er frá greiðslu. Þetta ein­fald­ar allt, fækk­ar spor­um og tím­inn nýt­ist mun bet­ur, ferðin í versl­un­ina tek­ur mun minni tíma og verður skemmti­legri,“ seg­ir Guðmund­ur,

„Gripið og greitt bygg­ir á trausti milli Bón­us og viðskipta­vin­ar og þannig vilj­um við hafa það“, seg­ir Guðmund­ur. „Við fylgj­umst þó með til ör­ygg­is og tök­um stikkpruf­ur. Viðskipta­vin­ir geta átt von á því að starfsmaður fram­kvæmi svo­kallað þjón­ustu­eft­ir­lit þar sem inn­kaup eru skoðuð að hluta eða í heild á greiðslu­svæði. Þjón­ustu­eft­ir­litið á ekki að vera íþyngj­andi fyr­ir viðskipta­vini okk­ar og bara eðli­leg­ur hluti af ferl­inu, en afar mik­il­vægt til að tryggja að lausn­in virki eins og hún á að gera,“ seg­ir Guðmund­ur.

Sam­hliða Gripið og greitt er Bón­us að gefa út sitt fyrsta app þar sem viðskipta­vin­ir munu geta séð vöru­fram­boðið, búið til inn­kaupal­ista sem hægt er að deila með vin­um og vanda­mönn­um og séð greiðslu­sögu sína á ein­fald­an hátt.

„Við erum rétt að byrja og sjá­um fyr­ir okk­ur að þróa appið áfram í takt við þarf­ir viðskipta­vina okk­ar og bæta þjón­ust­una við þá enn frek­ar. Við bind­um mikl­ar von­ir við Gripið og greitt og ger­um ráð fyr­ir að fólk muni taka þess­um nýja val­kosti fagn­andi“ seg­ir Guðmund­ur.

Hér má finna nýju skanna sem eru algjör bylting fyrir …
Hér má finna nýju skanna sem eru al­gjör bylt­ing fyr­ir viðskipta­vini og munu stytta og ein­falda versl­un­ar­ferðina og gera hana skemmti­legri. Ljós­mynd/​Bón­us
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert