Bjargarsteinn, litla mathúsið við grundfirska strandlengju

Hjónin Selma Rut Þorkelsdóttir og Gunnar Garðarsson eiga og reka …
Hjónin Selma Rut Þorkelsdóttir og Gunnar Garðarsson eiga og reka Bjargarsteinn, veitingastaðinn við grundfirsku strandlengjuna. Hér er brúðarmynd af þeim hjónum sem tekin er í norska húsinu í þeim anda sem ríkir á veitingastaðnum þeirra Bjargarsteini. Ljósmynd/Ríkharður Ríkharðsson

Í Grundarfirði á Snæfellsnesi er að finna einstakt veitingahús með sál sem ber heitið Bjargarsteinn og stendur við strandlengjuna þar sem náttúruna skartar sínu fegursta. Það er mögnuð upplifun að sitja í veitingasal staðarins með útsýni út yfir fjörðinn og hinu tignarlega Kirkjufelli 

Öll umgjörð staðarins er gersemi og fangar augað, það á við húsmuni, borðbúnað og réttina sem er bornir fram á matarstellum sem eiga sér sögu. Munum frá allri fjölskyldunni hefur safnað saman gegnum árin og gerir heimsóknina persónulegri og eftirminnilegri. Húsið Bjargarsteinn er á tveimur hæðum og gefur staðnum ákveðinn sjarma. Efri hæðin prýðir hlýlegri og heimilislegri setustofu þar sem gestir geta haft það náðugt.

Þegar kemur að matarupplifuninni þá gerast töfrarnir. Metnaðurinn og gæðin í matreiðslunni leyna sér ekki, mikið er lagt í það að bera fram kræsingar þar sem bragð og fagurfræðin í matargerðinni ræður ríkjum og koma öllum skilningarvitunum á flug.

Bjargarsteinn er staðsettur í einstaklega fallegu húsi með sál og …
Bjargarsteinn er staðsettur í einstaklega fallegu húsi með sál og Kirkjufellið skartar sínu fegursta í bakgrunninum. Ljósmynd/Bjargarsteinn

Veitingastaður í gömlu húsi með sál

Hjónin Gunnar Garðarsson matreiðslumaður og Selma Rut Þorkelsdóttir hússtýra á Bjargarsteini létu draum sinn sín rætast og opnuðu staðinn árið 2016. Tilurð staðarins átti sér smá aðdraganda en þegar hjónin kynntust árið 2009, þá eru Gunnar  og vinur hans Einar Valdimarsson í alls konar pælingum sem Selma kemur svo inn í þegar þau Gunnar kynnast. Í kjölfarið förum við í að leigja og reka veitingastaði í nálægu bæjarfélagi. Það verður til þess að kynda undir þá hugmynd að eignast okkar eigin stað,“ segir Selma og brosir.

„Þegar við hjónin keyrðum svo fram á litla fallega Bjargarstein, sem stóð heimilisfangslaus og til sölu eftir að verið fjarlægður af upprunalóð sinni á Akranesi þá varð Gunni sannfærður um að þetta væri húsið. Húsið sem gæfi þá sál og stíl þeim notalega veitingastað sem okkur langaði að eignast. Bjargarsteinn varð okkar og í heimabænum mínum Grundarfirði var þessi lóð með litlum beitningaskúr og fiskþurrkunarhjalli, sem svo heppilega vildi til að við fengum  keypta fyrir veitingastaðinn. Þá voru foreldrar mínir Olga S.Einarsdóttir og Þorkell G. Þorkelsson búin að bætast í Bjargarsteins-hópinn.“

sið var flutt á fallegum degi í desember 2014, og veturinn nýttur til að gera upp, byggja við með aðstoð iðnaðarmanna af svæðinu Og sumarið eftir nýttum við í frágang og gera allt fallegt. Í byrjun ágúst 2015 var allt orðið klárt og þá opnuðum við þessa skemmtilegu samsetningu af húsum, beitningaskúrinn varð að undirbúningseldhúsi, fiskþurrkunarhjallurinn endurnýjaður og heldur sínu hlutverki. Bjargarsteinn sem var upprunalega byggður árið 1908 fékk fallega viðbyggingu með gluggaröð sem vísar út á fjörðinn og sómir sér nú vel sem mathús.“

Hráefni úr héraði og breytilegur matseðill eftir árstíðum og kenjum kokksins

Á Bjargarsteini er lagt upp með að þjónustan sé góð og að upplifun gesta sé sem allra best. Innandyra er heimilislegur andi þar sem rómantískur sveitastíll hússins fær að njóta sín. Metnaður er í matargerðinni er í forgrunni og hágæða hráefni ávallt í fyrsta sæti. ,,Maturinn er fyrst og fremst það sem okkur sjálfum finnst gott og spennandi að vinna með. Áherslur kokksins eru að vinna réttina frá grunni og nýta það hágæða hráefni úr héraði sem fæst hverju sinni, frá sjávarafurðum og sjávargróðri til fjallalamba og nytjajurta. Matseðillinn er breytilegur eftir árstíðum og kenjum kokkanna. Kokknum ásamt aðstandendum staðarins finnst gaman að hafa alltaf einhverja rétti á seðlinum opna, sem þau breyta reglulega eftir hentisemi, forréttum, aðalréttum og eftirréttum. Það sem heillar sérstaklega á seðlinum eru nöfnin á réttunum, frumleikinn í fyrirrúmi og lýsandi fyrir brögðin og hráefni.

Dálæti hússtýrunnar er girnilegur eftirréttur sem fangar auga og munn.
Dálæti hússtýrunnar er girnilegur eftirréttur sem fangar auga og munn. Ljósmynd/Bjargarsteinn
Sjávarfang er vinsælt á staðnum og hér má sjá einn …
Sjávarfang er vinsælt á staðnum og hér má sjá einn af vinsælu fiskréttunum sem í boði eru. Ljósmynd/Bjargarsteinn
Hráefni úr héraði er ávallt haft í forgrunni og lambið …
Hráefni úr héraði er ávallt haft í forgrunni og lambið nýtur mikilla vinsælda. Réttirnir er bornir fram á fallegan hátt og hugsað er fyrir hverju smáatriði. Ljósmynd/Bjargarsteinn
Hér er súkkulaðibætingur með 70% súkkulaði með fíkjuís og bláliljuvíni.
Hér er súkkulaðibætingur með 70% súkkulaði með fíkjuís og bláliljuvíni. Ljósmynd/Bjargarsteinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka