Feðgar opna Geitina í Urriðaholtinu

Feðgarnir Elvar Ingimarsson og Natan Þór Elvarsson hafa opnað í …
Feðgarnir Elvar Ingimarsson og Natan Þór Elvarsson hafa opnað í nýjan sportbar í Urriðaholtinu, sem ber heitið Geitin. Samsett mynd

Feðgarnir Elvar Ingimarsson og Natan Þór Elvarsson hafa opnað í nýjan sportbar í Urriðaholtinu, við Urriðaholtsstræti 2-4 sem ber heitið Geitin. Fyrir var veitingastaðurinn Bar- Bistro 212. Staðurinn býður upp á ekta sportbars-matseðil í bland við skemmtilega íþrótta-stemningu, þar sem helstu íþróttaviðburðir eru sýndir í beinni útsendingu. 

Sáu pláss fyrir eina „Geit“

Feðgarnir hafa verið saman í veitingabransanum í nokkur ár og vinna vel saman.

Við höfum aðeins verið í veitingabransanum, í dag er það sportbarinn Geitin í Garðabæ en það er okkar fyrsti sportbar. Við búum á svæðinu og sáum glugga fyrir einn slíkan og hefur það sýnt sig að greinilega var pláss fyrir eina Geit á svæðinu. Sérstaða Geitarinnar er að hún er eina Geitin í Garðabæ utan við IKEA geitina sem er meira árstíðabundin,“ segir Elvar og brosir. 

Saðsamur og djúsi BBQ hamborgari á Geitinni.
Saðsamur og djúsi BBQ hamborgari á Geitinni. Ljósmynd/Geitin

Hvernig hafa viðtökur verið frá því staðurinn opnaði? 

Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og eiginlega frábærar miðað við árstíma. Geitin lítur björtum augum á framtíðina og er veit hvort þeim fjölgi á árinu,“ segir Elvar en engin lognmolla er kringum þá feðga þessa dagana og verkin eru mörg.

Opna Ítalíu á nýjum stað

 „Einnig erum við að opna veitingastaðinn Ítalíu í dag á nýjum stað á Frakkastíg 8b. En sá staður fær stóra uppfærslu frá því sem áður var. Einnig er í bígerð að opna stað í miðbænum í mars – apríl sem áður hefur hýst veitingastaði í gegnum árin, en það verður skemmtileg nýjung í veitingahúsaflóruna,“ segir Elvar að lokum.

Sportbarinn er hinn glæsilegasti.
Sportbarinn er hinn glæsilegasti. Ljósmynd/Óskar Ingimarsson
Vel rúmt er á staðnum og vel fyrir um alla.
Vel rúmt er á staðnum og vel fyrir um alla. Ljósmynd/Óskar Ingimarsson
Stórir og góðir skjáir prýða staðinn fyrir íþróttaunnendur.
Stórir og góðir skjáir prýða staðinn fyrir íþróttaunnendur. Ljósmynd/Óskar Ingimarsson
Matseðillinn er í anda staðarins og svo er líka hægt …
Matseðillinn er í anda staðarins og svo er líka hægt að fara í pílu. Ljósmynd/Óskar Ingimarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert