Það besta sem bæjarstjórarnir fá

Matarvefur mbl.is tók nokkra bæjarstjóra tali.
Matarvefur mbl.is tók nokkra bæjarstjóra tali. Samsett mynd

Bæj­ar- og sveita­stjór­ar lands­ins eru marg­ir hverj­ir mikl­ir mat­gæðing­ar og luma á ljúf­feng­um upp­skrift­um. 

Mat­ar­vef­ur­inn leitaði á náðir nokk­urra vel val­inna bæj­ar­stjóra víðs veg­ar um landið og spurði þá út í þeirra eft­ir­læti á mat og drykk.

Regína Ásvalds­dótt­ir - Mos­fells­bær

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.
Regína Ásvalds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Mos­fells­bæ. Ljós­mynd/​Aðsend

„Upp­á­halds­drykk­ur­inn minn er Coke Zero. Ég er alltaf að reyna að minnka drykkj­una á hon­um, en geng­ur brös­ug­lega sök­um þess hvað hann er svalandi. Upp­á­halds­mat­ur­inn minn er klár­lega ostr­ur. Það er ekk­ert betra en ostr­ur með kreist­um sítr­ónusafa og Tabasco-sósu. Það er viðhöfn að borða ostr­ur og ég leita uppi góða ostrustaði þegar ég er er­lend­is. Og þá er nauðsyn­legt að hafa gott freyðivín eða hvít­vín með.“

Ásthild­ur Sturlu­dótt­ir - Ak­ur­eyri

Ásthlidur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
Ásthlidur Sturlu­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Ak­ur­eyri. Ljós­mynd/​Auðunn Ní­els­son

„Það slær ekk­ert við nýrri lúðu. Ískalt vatn er best en rósa kampa­vín er stór gott á hátíðar­stund­um.“

 Har­ald­ur Bene­dikts­son - Akra­nes

Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi.
Har­ald­ur Bene­dikts­son, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þetta er ein­falt. Mjólk beint úr mjólk­urtankn­um er upp­á­halds­drykk­ur. Eig­in fram­leiðsla. Mjólk­in á sumr­in er sér­stak­lega góð. Kannski ekki marg­ir sem átta sig á slík­um bragðmun. Upp­á­halds mat­ur er góð nauta­steik. Eig­in fram­leiða líka. Við eig­um yf­ir­leitt kvígu­kjöt eða af ung­um kúm. Ann­ars er erfitt að gera uppá milli mat­ar. Finnst fátt betra en kæst skata. En það flokk­ast seint sem gourme mat­ur. Það er kannski ekki síst teng­ing við æsk­una. Skata og salt­fisk­ur til skipt­is á laug­ar­dög­um í minni æsku.“

Jóna Árný Þórðardótt­ir - Fjarðabyggð

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð.
Jóna Árný Þórðardótt­ir, bæj­ar­stjóri í Fjarðabyggð. Ljós­mynd/​Aðsend

„Gæða steik með góðri bernaise sósu og steiktu eða grilluðu græn­meti er efst í huga þegar mig lang­ar að fá eitt­hvað gott að borða. Stund­um kalla bragðlauk­arn­ir á villi­bráð s.s. hrein­dýr eða gæs enda bú­sett á landsvæði þar sem mik­il hefð er fyr­ir því. Ann­ars stend­ur gæða nauta- og lamba­kjöt alltaf fyr­ir sínu enda er ég upp­al­in í sveit þar sem mikið er lagt upp úr góðri rækt­un. Auðvitað er gott að hafa gott vín með góðri steik en einnig finnst mér, sér­stak­lega ef ég fer út að borða, gam­an að fá mér bragðgóðan og fal­leg­an for­drykk. Oft­ast verður mojito fyr­ir val­inu – kannski af því ég sæk­ist eft­ir fersk­leik­an­um sem kem­ur með mynt­unni og límón­unni.“

Ásdís Kristjáns­dótt­ir - Kópa­vog­ur

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi.
Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Humarp­asta eig­in­manns­ins, mikið smjör, mik­ill hvít­lauk­ur, mikið chilli og mik­ill hum­ar með pasta og tómöt­um frá Olifa ásamt góðu ít­ölsku rauðvíni frá Pied­monte. Ég elska ít­alsk­an mat og þetta er ein­fald­ur rétt­ur sem hent­ar sum­ar sem vet­ur með öll­um þeim hrá­efn­um sem eru í upp­á­haldi hjá mér. Al­mennt myndi ég segja að ís­lenskt sóda­vatn með epla­bragði sé minn upp­á­halds drykk­ur. Á tylli­dög­um sem for­drykk­ur þá er það ginið Ang­elica gin frá 64° Reykja­vík. Ferskt og gott!“

Elliði Vign­is­son - Ölfuss

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi.
Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri í Ölfusi. mbl.ís/Á​rni Sæ­berg

„Upp­á­halds­mat­ur­inn minn er án vafa reykt­ur lundi, steytt­ur úr hnefa í hvítu tjaldi á þjóðhátíð í Eyj­um. Sér­stak­lega innra­lokið af bring­unni. Þarna gæti haft að segja að þegar ég var barn á þjóðhátíð rétti eldrimaður mér innra­lokið og sagði: „þenn­an bita gef­ur maður eng­um nema þeim sem manni þykir vænt um“.“ 

Rósa Guðbjarts­dótt­ir - Hafn­ar­fjörður

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Rósa Guðbjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Kaffi er alltaf núm­er eitt hjá mér og það verður að vera gott að gæðum – því lífið er of stutt fyr­ir vont kaffi. Finnst gam­an að prófa ólík­ar út­færsl­ur og þessa dag­ana er mjög nota­legt að búa sér til ískaffi og sötra á því í blíðunni úti í garði. Hvað mat­inn varðar þá er lax alltaf í sér­stöku upp­á­haldi og veit ég fátt betra en vel bakaður lax með sal­ati. Ég reyni að borða sem allra mest „hrein­an mat“, það er að segja mat sem er ekk­ert fyr­ir­fram unn­inn eða viðbætt­ur aukefn­um. Mér finnst það ein­fald­lega ljúf­feng­ast og gera mér gott. Reynd­ar er ég um þess­ar mund­ir vand­ræðal­ega spennt fyr­ir „buffalo-blóm­kálsvængj­um“ - það er eitt­hvað töfr­andi við þann rétt.“

Þór Sig­ur­geirs­son - Seltjarn­ar­nes

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Þór Sig­ur­geirs­son, bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Minn upp­á­halds­mat­ur er létt útigrillað ís­lenskt lambafilé. Með því ber­um við fram heima­gerða berna­is sósu, ferskt sal­at með dassi af feta­osti og ol­í­unni ristuðum furu­hnet­um. Með þessu er síðan smörsteikt og ofn­bakað ís­lenskt smælki.
Upp­á­halds­drykk­ur er bjór sem mér finnst allt of góður en svo er það sum­ar­bú­staðardrykk­ur­inn Nýhöfn special sem sam­an­stend­ur af ein­föld­um gin í tonic með fullt af klaka og blönduðum berj­um og li­mesneið. Þessi bragðast best í Kjós.“

Íris Ró­berts­dótt­ir - Vest­manna­eyj­ar

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um. Ljós­mynd/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

„Cos­mopolit­an var fyrsti al­vöru koteil­inn í mart­in glasi sem ég kynn­ist, beint út þátt­un­um Sex and the City. Hann verður alltaf í upp­á­haldi.
Upp­á­dalds­mat­ur­inn er kjúk­ling­ur. Ég er hrif­in af öllu sem hægt er að gera með kjúk­ling og hann er létt­ur í maga og hent­ar mér vel. Það er auðvelt og fljót­legt að elda kjúk­ling sem er kost­ur.“

Sig­ur­jón Andrés­son - Höfn í Hornafirði

Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Sig­ur­jón Andrés­son, bæj­ar­stjóri sveit­ar­fé­lags­ins Horna­fjarðar. Ljós­mynd/​Aðsend

„Upp­á­halds­mat­ur­inn minn er hum­ar. Hann er bragðgóður og það er ein­stak­lega gam­an að elda úr hon­um. Það er áskor­un sem ég elska og mér líður eins og meist­ara­kokki þegar ég geri það, þrátt fyr­ir að hafa tapað humarsúpu ein­vígi við vin minn Bróa fyr­irliða í vet­ur. Og ekki skemm­ir fyr­ir að humar­inn er nátt­úru­lega fædd­ur og upp­al­inn í Hornafirði. Upp­á­halds drykk­ur­inn minn er bjór. Ég er ekki mik­ill smekkmaður á bjór - ég vil helst létt­an ís­kald­an lag­er­bjór. Bjór er val­inn fé­lagi minn til að slaka á eft­ir lang­an dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert