Það sem stórstjörnurnar elska að borða

Það er misjafnt hvað stjörnunum þykir gott að borða.
Það er misjafnt hvað stjörnunum þykir gott að borða. Samsett mynd

Fræga og ríka fólkið í Hollywood þarf að næra sig eins og við hin. Sú hug­mynd sem mörg okk­ar hafa að það fólk lifi ein­ung­is á kampa­víni og kaví­ar er fjarri lagi. Stór­stjörn­urn­ar eru í grunn­inn venju­legt fólk sem elsk­ar að borða hefðbund­inn og ein­fald­an mat. Hér fáum við inn­sýn inn í eft­ir­læt­is fæðuteg­und­ir stjarn­anna. 

Simon Cowell 

Hæfileikadómarinn Simon Cowell.
Hæfi­leika­dóm­ar­inn Simon Cowell. AFP

Kjúk­linga- og kalk­úna­kjöt er eitt­hvað sem hæfi­leika­dóm­ar­inn Simon Cowell borðar reglu­lega.

Harry Sty­les 

Söngvarinn Harry Styles.
Söngv­ar­inn Harry Sty­les. AFP

Mexí­kósk­ur mat­ur er söngv­ar­an­um Harry Sty­les að skapi.

Mila Kun­is 

Leikkonan Mila Kunis.
Leik­kon­an Mila Kun­is. AFP

Leik­kon­an Mila Kun­is byrj­ar alla morgna á kaffi­bolla en þegar hún hef­ur komið börn­um sín­um í skól­ann elsk­ar hún að fá sér ristað brauð með avóka­dó í morg­un­mat.

Scarlett Johans­son

Leikkonan Scarlett Johansson.
Leik­kon­an Scarlett Johans­son. AFP

Buffaló kjúk­linga­væng­ir eru ómiss­andi í lífi leik­kon­unn­ar Scarlett Johans­son. Hún set­ur það ekki fyr­ir sig hversu subbu­legt það get­ur verið að borða slík­an mat.

Jenni­fer Anist­on

Leikkonan Jennifer Aniston.
Leik­kon­an Jenni­fer Anist­on. AFP

Leik­kon­an Jenni­fer Anist­on nýt­ur þess að gæða sér á nachos-flög­um við öll til­efni.

Selena Gomez

Leik- og söngkonan Selena Gomez.
Leik- og söng­kon­an Selena Gomez. AFP

Söng- og leik­kon­an Selena Gomez er ein þeirra sem kann að meta súru gúrk­urn­ar sem iðulega eru sett­ar á ham­borg­ara þar ytra. Hún seg­ist elska súr­ar gúrk­ur.

Katy Perry

American Idol-dómarinn Katy Perry.
American Idol-dóm­ar­inn Katy Perry. Skjá­skot/​In­sta­gram

Svepp­ir eru óum­deild­ir í lífi söng­kon­unn­ar og hæfi­leika­dóm­ar­ans Katy Perry. Hún myndi setja sveppi á all­an mat ef hún gæti.

Jenni­fer Garner 

Leikkonan Jennifer Garner.
Leik­kon­an Jenni­fer Garner. AFP

Leik­kon­an Jenni­fer Garner er mik­ill pítsu­unn­andi. Pítsusneið að henn­ar skapi inni­held­ur mikið af kletta­sal­ati og sneiðarn­ar brýt­ur hún sam­an til helm­inga og borðar eins og sam­loku.

John Le­g­end

Tónlistarmaðurinn John Legend.
Tón­list­armaður­inn John Le­g­end. AFP

Djúp­steikt­ur kjúk­ling­ur kitl­ar bragðlauk­ana hjá tón­list­ar­mann­in­um John Le­g­end.

Just­in Bie­ber

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber.
Tón­list­armaður­inn Just­in Bie­ber. AFP/​Ang­ela Weiss

Söngv­ar­inn Just­in Bie­ber kann vel að meta pasta.

Gigi Hadid

Fyrirsætan Gigi Hadid.
Fyr­ir­sæt­an Gigi Hadid. AFP

Hinn klass­íski ham­borg­ari er eitt af því sem fyr­ir­sæt­an Gigi Hadid elsk­ar að setja ofan í sig. 

Kylie Jenner

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner.
Raun­veru­leika­stjarn­an Kylie Jenner. AFP

Raun­veru­leika­stjarn­an Kylie Jenner er dug­leg að borða hollt og lík­ar henni sér­stak­lega vel við að borða sæt­ar kart­öfl­ur.

Cat­her­ine Zeta Jo­nes

Breska leikkonan Catherine Zeta-Jones.
Breska leik­kon­an Cat­her­ine Zeta-Jo­nes. AFP/​JUST­IN TALL­IS

Leik­kon­an Cat­her­ine Zeta Jo­nes seg­ist alltaf laðast að sal­ati og hef­ur hún til­einkað sér að borða mikið af græn­meti og ávöxt­um. Henn­ar upp­á­hald er því ávaxta­sal­at.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert