Hreindýralundir með rósmarín- og einiberjasósu

Hreindýralundir eru sannakallaður hátíðarmatur.
Hreindýralundir eru sannakallaður hátíðarmatur. Samsett mynd

Við hjónin vitum fátt betra en að töfra fram sælkerakræsingar um hátíðirnar og í miklu uppáhaldi er villibráð. Við höfum skapa okkur þá hefð að vera með humar og hreindýralundir á nýárskvöld með ljúffengu meðlæti sem flýgur með bragðlaukana á hæstu hæðir. Humarinn stendur ávallt fyrir sínu og hann grillum við í hvítlauks- og steinseljusmjöri sem bráðnar í munni. Hreindýralundirnar eru sannkallaður veislumatur, meyrar og silkimjúkar. Ég ber hreindýralundirnar fram með dýrðlegri villibráðarsósu, rósmarín- og einiberjasósu, sem parast á fullkomnaðan hátt með hreindýrinu. Síðan er ég með möndlukartöflur, franska útgáfu af kartöflum, niðursoðnar perur með hrútaberjasultu, rósakál í balsamic og hunangsgljáðar regnbogagulrætur. Ég deili hér með ykkur uppskriftinni að hreindýralundunum og villibráðarsósunni og eldunin á lundunum skiptir sköpun.

Dýrðlegt tvist að bjóða upp á grillaðan humar og hreindýralundir …
Dýrðlegt tvist að bjóða upp á grillaðan humar og hreindýralundir í aðalrétt. Haf og hagi í hátíðarbúning. Ljósmynd/Sjöfn

Hreindýralundir og rósmarín- og einiberjavillibráðarsósu

Hreindýralundir

  • 1kghreindýralundir
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Krydda til með salt og pipar eftir smekk
  2. Steikja lundirnar í 2-3 mínútur á hvorri hlið.
  3. Setjið hreindýralundirnar beint inn í ofn við 180°C í um það bil 8 mínútur.
  4. Kjarnhitinn á að vera um 48°C.

Rósmarín einiberjasósa

  1. 2 msk. olía
  2. 3 stk. skalotlaukur
  3. 4 rif hvítlaukur
  4. 10 einiber
  5. 1 stk. stjörnuanís
  6. 2 greinar rósmarín
  7. 3 msk. síróp
  8. 3 msk. balsamik edik
  9. 800 ml nautasoð í fernu/eða hreindýrasoð (fæst í Melabúðinni)
  10. 80 g smjör
  11. 1-2 msk. rifsberja eða hrútaberjasulta frá Skriðuklaustri
  12. 1 peli rjómi eða eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið laukana gróft niður.
  2. Hitið pott með olíu í og steikið laukinn við miðlungs hita þar til hann verður glær. Bætið einiberjum, stjörnuanís og rósmarín út í og steikið aðeins áfram.
  3. Bætið loks sírópi og ediki út í og leyfið því að karamellast aðeins og sjóða saman þar til það þykkist.
  4. Bætið nautasoðinu/hreindýrasoðinu út í og sjóðið niður um helming eða þar til hún er orðin þykk.
  5.  Sigtið sósuna og pískið smjörinu saman við hana.
  6. Hægt að bæta rjóma og/eða sultu út í til að breyta sósunni algjörlega.
  7. Berið fram með ljúffengu meðlæti sem parast vel með hreindýralundunum.
Hátíðarbragur er yfir borðhaldinu á nýárskvöld líkt og á gamlárskvöld.
Hátíðarbragur er yfir borðhaldinu á nýárskvöld líkt og á gamlárskvöld. Ljósmynd/Sjöfn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka