Gljáðar gulrætur í frönskum stíl

Gljáðar gulrætur í frönskum stíl steinliggja með helgarmáltíðinni.
Gljáðar gulrætur í frönskum stíl steinliggja með helgarmáltíðinni. Samsett mynd

Vichy gulrætur er klassískt franskt meðlæti með mjúkum gulrótarsneiðum  í smjörkenndum gljáa sem er gríðarlega vinsælt meðlæti í Frakklandi. Þetta eru fullkomlega mjúkir gulrótabitar sem eru soðnar í smjöri, sykri og vatni þar til sætan minnkar í smjörkenndan gljáa. Rétturinn er síðan fullgerður með ferskri steinselju.

Þessi einfalda uppskrift er fullkomið meðlæti og er jafnframt frábært lúxus meðlæti og getur lyft upp hvaða hátíðarmáltíð sem er. Besta er að hráefniskostnaðurinn er í lágmarki sem er bónus.

Vichy-aðferðin“ stendur fyrir frönsku tæknina að elda grænmeti í smjöri, sykri og smá vatni þar til það gufar upp að mestu leyti og gulræturnar draga vatnið í sig til að mynda léttan smjörkenndan gljáa. Þessi eldunaraðferð skapar ekki aðeins safaríkan, sætan og saltan gljáa, hún tryggir líka að gulræturnar séu fullkomlega eldaðar, mjúkar en samt örlítið stífar. Rétturinn er oft kláraður með saxaðri steinselju og einföldu kryddi. Samfélagsmiðlastjarnan Daniel Wong sýnir hér á Instagram-síðu sinni listina við fullkomna þennan dýðrlega rétt. Hann stráir smá púðursykri yfir gulræturnar en eldunaraðferðin er hin sama.

Vichy gulrætur

  • 8 meðalstórar gulrætur
  • 3,5 msk. (50 g) ósaltað smjör
  • 2 msk. (25 g) sykur
  • Salt og svartur pipar eftir smekk,
  • 8-9 greinar fersk steinselja, stilkuð og söxuð.

Aðferð:

  1. Afhýðið gulræturnar (ef þess þarf og skerið þær á ská í um það bil 0,5 cm þykka bita.
  2. Bræðið smjörið við vægan hita á stórri pönnu með sykrinum.
  3. Um leið og smjörið er bráðið, bætið gulrótunum út í og hrærið til að hjúpa.
  4. Steikið í aðeins 2-3 mínútur (þú vilt ekki karamellisera strax).
  5. Hellið vatninu á pönnuna svo það hylji bara gulræturnar.
  6. Hækk hitann til að ná upp suðu.
  7. Lækkið hitann í meðalháan og látið malla (án loks) í að minnsta kosti 20 mínútur eða þar til vatnið er alveg gufað upp. Þegar gulræturnar eldast og vatnið gufar upp skulu þið hræra af og til (mjög varlega til að brjóta ekki gulræturnar).
  8. Þegar vatnið er gufað upp skulu þið bæta við salti og svörtum pipar eftir smekk.
  9. Stráið saxaðri steinselju yfir og hrærið til að blandast aðeins.
  10. Berið fram heitt.
  11. Ekki láta gulræturnar sitja of lengi áður en þær eru bornar fram, þar sem smjörgljáinn gæti storknað.
View this post on Instagram

A post shared by Daniel Wong (@cheflifedw)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka