Syndsamlega ljúffeng blómkálsmús

Blómkálsmúsin er syndsamlega ljúffeng og það er má bera hana …
Blómkálsmúsin er syndsamlega ljúffeng og það er má bera hana fram eins og hvern langar til. Til dæmis skreyta hana með ferskum kryddjurtum eða strá smá steinselju yfir. Samsett mynd

Blómkálsmús er einstaklega góð með sjávarfangi, eins og hörpuskel, saltfiski og þorskhnökkum auk þess steinliggur hún með önd svo fátt sé nefnt. Síðan er svo gaman að framreiða hana á fallegan hátt.

Þetta er uppáhaldsútgáfan mín að blómkálsmúsinni og hráefnalistinn er stuttur og laggóður.

Syndsamlega blómkálsmúsin

Fyrir 3-4

  • 25 g smjör
  • 1 lítinn blómkálshaus, skorinn í bita
  • 200 ml mjólk
  • 100 ml matreiðslurjómi eða venjulegur rjómi
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða smjör í potti á vægum hita, gott að vera með smjörið í bitum/kubbum.
  2. Bætið blómkálsbitunum út í og hrærið og steikið í 2-3 mínútur eða þar til blómkálið hefur tekið á sig lit.
  3. Setjið mjólk og rjóma út í, kryddið til með salti og pipar eftir smekk og hitið að suðu.
  4. Sjóðið í um það bil 10 mínútur við miðlungs hita eða þar til blómkálið verður mjúkt.
  5. Sigtið þá vökvann frá og setjið blómkálsbitana í blandara eða matvinnsluvél og maukið þar til blandan verður orðin kekkjalaus.
  6. Bragðbætið með salt og pipar ef vill.
  7. Berið fram með því sem hugurinn girnist. Það er í góðu lagi að skreyta músin með ferskum kryddjurtum eða því sem lokkar augu og munn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka