Stefán býður upp á ljósku með karamellu og „vanillu chantilly“

Ómótstæðleg ljóska með karamellu og „Vanillu chantilly“ sem svíkur engan.
Ómótstæðleg ljóska með karamellu og „Vanillu chantilly“ sem svíkur engan. mbl.is/Árni Sæberg

Upp­skrift fyr­ir helgar­bakst­ur­inn er fast­ur liður á matarvefnum og að þessu sinni kemur uppskriftin úr smiðju Stef­áns Pét­urs Bachmanns Bjarna­sonar. Stefán er bak­ari á Hygge Coffee & Micro Bakery sem staðsett er á Selja­vegi í gamla Vest­ur­bæn­um. Stefán er einnig liðsmaður í landsliði ís­lensk­ara bak­ara sem hef­ur verið að gera garðinn fræg­an líkt og áður hefur komið fram hér á matarvef mbl.is.

Stefán Pétur Bachmann Bjarnason býður upp á helgarbaksturinn að þessu …
Stefán Pétur Bachmann Bjarnason býður upp á helgarbaksturinn að þessu sinni en hann er bakari í Hygge Coffee & Micro Bakery sem staðsett er vestur í bæ í hjarta borgarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Að þessu sinni ætlar Stefán að bjóða okkur upp á ómótstæðilega „Blondie“ eða ljósku með karamellu og „vanillu chantilly“ sem bráðnar í munni. Þessa þarf aðeins að nostra við og er upplagt að undirbúa sig vel fyrir baksturinn.

Blondie“ með karamellu og „vanillu chantilly

Blondie/Ljóskan

  • 282 g smjör
  • 340 g hvítt súkkulaði
  • 500 g sykur
  • 240 g egg
  • 80 g eggjarauður
  • 10 g vanillu extract
  • 440 g hveiti
  • 10 g salt
  • 5 g lyftiduft

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða smjörið og blandið saman við hvíta súkkulaðið.
  2. Þeytið síðan eggin, eggjarauðurnar og sykurinn með písk í hrærivél.
  3. Blandið síðan smjörinu og hvíta súkkulaðinu saman við.
  4. Bætið síðan öllum þurrefnunum vel saman við.
  5. Setjið í viðeigandi form, setjið inn í ofn og bakið á 180°C hita í 20 mínútur.

Karamella

  • 400 g sykur
  • 240 g rjómi
  • 180 g smjör
  • 12 g sjávarsalt

Aðferð:

  1. Setjið sykur í pott á miðlungs hita og hitið þangað til sykurinn er byrjaður að taka gylltan lit.
  2. Hrærið rjómanum síðan vel saman við.
  3. Bætið smjörinu og saltinu saman við og hrærið þangað til að smjörið er bráðnað saman við blönduna.
  4. Gott er að kæla karamelluna alveg niður áður en hún er notuð.

„Vanillu chantilly

  • 1000 ml rjómi
  • 100 g sykur
  • 1 stk. vanillustöng

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið saman í pott og hitið að suðu eða þar til sykurinn er alveg leystur upp.
  2. Kælið yfir nótt í ísskáp fyrir notkun.

Samsetning:

  1. Skerið ljóskuna í jafnar sneiðar, um það bil 6 cm x 6 cm, smyrjið karamellu ofan á og sprautið síðan „Vanillu Chantilly“ fallega ofan á.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert