Unaðslega góð grafin bleikja

Unaðslega góð grafin bleikja með sítrónugrasfroðu og dukkha sem þið …
Unaðslega góð grafin bleikja með sítrónugrasfroðu og dukkha sem þið eigið eftir að missa ykkur yfir. Ljósmynd/Guðbjörg Einarsdóttir

Ein­ar Hann­es­son og Guðbjörg Ein­ars­dótt­ir, eig­end­ur og stofn­end­ur Eyju vín­stofu & bistro á Ak­ur­eyri, hafa vakið mikla at­hygli fyr­ir vönduð og góð vín ásamt vín­pör­un með mat. Í síðustu viku tók höfundur viðtöl við Einar og Guðbjörg og var svo heppin að fá uppskrift að unaðslega góðum sælkerarétti, bleikjurétt sem er á nýja matseðlinum hjá þeim og hefur slegið í gegn. Þetta er grafin bleikja með dukkha og sítrónugrasfroðu sem á sér enga líka.

Heiðurinn af uppskriftinni á Jón Arnar Ómarsson sem er kokkurinn á staðnum og uppskriftin miðast við 12 manns og er því fullkomin fyrir matarboð. Svo er auðvitað hægt að aðlaga uppskriftina að þeirri stærð sem hentar hverju sinni.

Grafin bleikja með dukkha og sítrónugrasfroðu

Uppskrift fyrir 12

Grafin bleikja

  • 250 g salt
  • 250 g sykur
  • 1 stk. límóna (börkurinn)
  • 2 stk. bleikjuflök
  • 30 ml sítrónuolía

Aðferð:

  1. Roðflettið bleikjuna.
  2. Blandið saltinu, sykrinum og berkinum af límónunni saman og setjið gott lag af því á bakka.
  3. Bleikjan er síðan lögð ofan á blönduna á bakkanum og svo er það sem eftir er af henni skellt yfir bleikjuna.
  4. Leggið bleikjuna í 15 mínútur í blönduna og skolið hana síðan með köldu vatni.
  5. Pakkið bleikjunni í lofttæmingarpoka eða eins og við segjum á ensku „vaccum“-pakkið bleikjunni, með sítrónuolíunni.
  6. Undirbúið svo vatnsbað með „sous vide“-tæki og stillið hitann á 48°C.
  7. Eldið bleikjuna í 10 mínútur og setjið hana svo beint í kalt vatn til að stöðva eldunina.
  8. Áður en hún er svo borin fram er hún brennd að ofan með brennara.

Sýrðar rauðrófur

  • 1 stk. rauðrófa
  • 50 g borðedik
  • 50 g sykur
  • 50 g vatn

Aðferð:

  1. Skrælið rauðrófuna og skerið þunnt á mandólíni og setjið í krukku.
  2. Blandið það sem eftir er af hráefnunum saman og setjið í pott og hitið þar til sykurinn hefur leyst sig upp.
  3. Hellið síðan vökvanum yfir rauðrófurnar.
  4. Látið kólna og setjið svo lok á krukkuna.
  5. Hægt er að geyma þetta í margar vikur og þessi blanda verður bara betri með tímanum.

Dukkha

160 g heslihnetur

  • 60 g möndlur
  • 60 g hvít sesamfræ
  • 60 g pistasíur
  • 1 msk. fennelfræ
  • 1 tsk. cumin
  • 1 tsk. kóríander
  • ½ tsk.  cayenne
  • Salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið allt saman í matvinnsluvél og blandið vel saman.

Sítrónugrasfroða

  • 100 ml olía
  • 1 stk. egg
  • 50 g sítrónugras (e. lemongrass)

Aðferð:

  1. Brjótið sítrónugrasið niður í litla bita og setjið ásamt olíunni í pott og hitið.
  2. Setjið svo lok á pottinn og látið kólna yfir nótt.
  3. Sigtið olíuna.
  4. Setjið saman olíu og egg í skál og blandið saman með töfrasprota.
  5. Setjið blönduna síðan saman í rjómasprautu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka