Sara Davíðs býður upp á nýjan vikumatseðil

Sara Davíðsdóttir þjálfari og flugfreyja á heiðurinn af vikumatseðlinum að …
Sara Davíðsdóttir þjálfari og flugfreyja á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni og má með sanni segja að hann sé í hollari kantinum og í anda Söru. Ljósmynd/Egill Árni

Sara Davíðsdóttir þjálfari og flugfreyja á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni og má með sanni segja að hann sé í hollari kantinum og í anda Söru. Hún kann að útbúa góða rétti sem eru bæði hollir og bragðgóðir auk þess sem hún leggur líka áherslu á að hafa matseldina ekki of flókna.

Sara er þjálfari og hóptímakennari í World Class og stofnandi og eigandi ZONE þjálfunar sem er fjarþjálfun fyrir konur. Samhliða þjálfuninni starfar Sara einnig sem flugfreyja hjá Icelandair og hefur verið í því starfi síðan árið 2015. 

Brenn fyrir öllu sem tengist hreyfingu

„Ég brenn fyrir öllu sem tengist hreyfingu, heilsu og heilbrigðum lífstíl og er mín ástríða að hjálpa öðrum að ná þeim árangri sem það sækist eftir og dreymir um. Í þjálfuninni hjá mér er grunnmarkmiðið að komast í frábært alhliða form á heilbrigðan og hnitmiðaðan hátt án öfga með fjölbreyttum æfingum sem bæta þol og styrk, vikulegum áskorunum út fyrir þægindarammann og verkefnum sem styrkja sjálfstraust og hugarfar þannig að við séum í því formi allan ársins hring að geta gert það sem okkur langar hvort sem það er að hlaupa 5 kílómetra, synda, ganga á fjöll, lyfta þungum lóðum svo fátt sé nefnt,“ segir Sara.

Samsetning fæðunnar skiptir máli

Sara er meðvituð um að næringin skiptir sköpun til að ná árangri og mikilvægt sé að samtvinna hreyfingu og mataræði. „Ég hef mikla ástríðu fyrir því að hugsa vel um heilsuna og næringuna sem ég gef líkamanum mínum samhliða allri þeirri hreyfingu sem ég stunda. Fjölbreytt og næringarríkt mataræði skiptir mig gríðarlega miklu máli og spái ég mikið í samsetningu fæðunnar og passa að fá nóg prótín yfir daginn en það er eitt af því sem ég hvet alla, konur sérstaklega, til þess að skoða hjá sér. Þá reyni ég að velja mér hollari kostinn hverju sinni en það er magnað hvað það er hægt að aðlaga og betrumbæta flestar uppskriftir með því að skipta út einstaka hráefnum og í lang flestum tilfellum er rétturinn alls ekkert síðri, ef ekki betri,“ segir Sara.

Hvað á að vera í matinn?

Söru finnst mjög gott að skipuleggja sig fram í tímann og þar kemur vikumatseðillinn líka sterkur inn. „Þar sem ég er yfirleitt á fullu frá morgni til kvölds í ýmsum verkefnum er ég alltaf mjög þakklát sjálfri mér þegar ég man eftir því að gera vikumatseðil á sunnudagskvöldum fyrir komandi viku, það einfaldar heldur betur lífið en ég held að leiðinlegasta spurning dagsins sem ég fæ heima hjá mér er „hvað á að vera í matinn í kvöld?“

Mánudagur  - Lúxuslax með geggjuðu meðlæti

Ég reyni að borða fisk allavega einu sinni í viku og verður bleikur fiskur oftar en ekki fyrir valinu.“

Ljúffengur lax með góðu meðlæti er góður mánudagsmatur.
Ljúffengur lax með góðu meðlæti er góður mánudagsmatur. Ljósmynd/Linda Ben

Þriðjudagur – Smassborgara taco að hætti Helgu Möggu

„Þriðjudagur segir sig sjálft en það er langt síðan að taco tuesday varð heilagur hjá mér. Mér finnst gaman að leika mér með allskonar útfærslum af taco en ég prófaði hina einu sönnu „smassborgara taco“ uppskrift frá Helgu Möggu um daginn og varð ekki fyrir vonbrigðum. Skemmir líka ekki fyrir hvað þetta er einfalt og fljótlegt í bígerð.“

Smass taco borgari að hætti Helgu Möggu.
Smass taco borgari að hætti Helgu Möggu. Samsett mynd

Miðvikudagur – Kjúklingasalat að hætti Lindu Ben

„Ég er búin að vera með æði fyrir góðum salötum upp á síðkastið en ég elska hvað það er hægt að leika sér mikið með mismunandi uppskriftir; breyta og bæta eftir því hvernig stuði maður er í hverju sinni. Ég passa að hafa prótíngjafa í mínum salötum og verður kjúklingur yfirleitt fyrir valinu.“ 

Girnilegt kjúklingasalat.
Girnilegt kjúklingasalat. Ljósmynd/Linda Ben

Fimmtudagur – Heimalagaða lasanja

Það er fátt sem toppar gott lasanja.“

Heimalagað lasanja klikkar ekki.
Heimalagað lasanja klikkar ekki. Ljósmynd/Linda Ben

Föstudagur - Pítsakvöld

„Föstudagar eru pítsa dagar heima hjá mérÉg elska allt sem er einfalt og fljótlegt og er ég mikill aðdáandi þess að gera mér pítsu úr tortilla vefjum með djúsí og góðu áleggi. Svo skemmir heldur ekki fyrir hvað það er töluvert léttara í magann en aðrar pítsur.“

Tortilla pítsa með djúsí og góðu áleggi.
Tortilla pítsa með djúsí og góðu áleggi. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Laugardagur  - Grillaðar kjúklingabringur og girnilegt meðlæti

„Um helgar gefst oft tækifæri og meiri tími til þess að „nostra“ aðeins við matseldina.“ 

Grillaðar kjúklingabringur með góðu meðlæti sem er að nostra við …
Grillaðar kjúklingabringur með góðu meðlæti sem er að nostra við er góð máltíð. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Sunnudagur – Kókos-fiskisúpa

„Mér persónulega finnst gott að enda vikuna á einhverju frekar einföldu og léttu í magann. Ég elska góða fiskisúpu.“

Fiskisúpa með kókos gleður bragðlaukana.
Fiskisúpa með kókos gleður bragðlaukana. Ljósmynd/Gerum daginn girnilegan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka