Haltu eldhúsinu hreinu

Ísak Aron Jóhannsson mælir með því að þú haldir eldhúsinu …
Ísak Aron Jóhannsson mælir með því að þú haldir eldhúsinu hreinu á meðan eldað er. Gott sé að ganga frá jafnóðum og nýta tímann vel. Samsett mynd

Ísak Aron Jó­hanns­son, fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins og eig­andi veisluþjón­ust­unn­ar ZAK, gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina og bakst­ur­inn. Ísak veit líka vel að það skipt­ir miklu máli að vera með réttu tæk­in og tól­in í eld­hús­inu og gef­ur líka góð ráð þegar kem­ur að eigu­legu hlut­um í eld­hús­inu og meðferð þeirra sem ger­ir mat­reiðsluna og störf­in í eld­hús­inu auðveld­ari. Að þessu sinni gef­ur hann góð ráð um mikilvægi þess að halda eldhúsinu hreinu.

Allt þetta litla telur

Hver hefur ekki lent í því að elda frábæra máltíð fyrir sig og aðra en síðan þegar máltíðinni er lokið situr viðkomandi uppi með fjall af hlutum sem þarf að setja í uppvaskið? Ég hef lent í því og þess vegna er mikilvægt að þrífa á meðan maður er að elda, vera skilvirkur. Í þessar átta mínútur sem pastað er að sjóða er tilvalið að henda nokkrum diskum og sleikjum í uppþvottavélina eða taka tusku og spreyja yfir eldhúsborðið á meðan fiskurinn er inn í ofni. Allt þetta litla telur og gerir verkið auðveldara. Það er nefnilega svo erfitt að vinna verk á meðan það er allt í drasli í kringum mann, en þetta á við margt annað en bara að elda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert