Græna herbergið fullkomið til að fara á trúnó

Búið er að opna Græna herbergið á veitingastaðnum Duck & …
Búið er að opna Græna herbergið á veitingastaðnum Duck & Rose sem er kærkomin viðbót fyrir staðinn. Margrét Ríkharðsdóttir yfirkokkur og einn eigenda er afar ánægð með viðbótina og hversu vel hefur tekist til. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veitingastaðurinn Duck & Rose sem staðsettur á einu flottasta horni Reykjavíkur, við Austurvöll á horni Pósthússtræti og Austurstrætis þar sem hinn klassíski gamli góði Café París var áður til húsa hefur bætt aðstöðuna til muna og bætt við „leyniherbergi“. Farið var í miklar framkvæmdir í kjallaranum þar sem gersemar var að finna og Græna herbergið var að veruleika sem er kærkomin viðbót fyrir aðstöðuna á þessum fallega stað. Margrét Ríkharðsdóttir yfirkokkur og einn eigenda er afar ánægð með viðbótina og hversu vel hefur tekist til.

Segðu okkur aðeins frá tilurð þess að þið ákváðuð að stækka staðinn enn frekar? 

„Okkur var alltaf búið að dreyma um að gera sér sal hérna niðri en rýmið var illa nýtt og var áður lager og kútageymsla. En svo fullkomin stærð í svona einkaherbergi sem Græna herbergið er það er ótrúlega gaman að geta tekið á móti smærri hópum í svona fallegu rými. Við þurftum að fara í framkvæmdir á neðri hæðinni og ákváðum því að slá til og láta þetta loks verða að veruleika,“ segir Margrét.

Fengu þið innanhússarkitekt með ykkur í för í verkið?

„Við fengum Láru Gunnars með okkur í verkefnið og hún gerði þetta snilldarlega vel. Við vorum með ákveðnar hugmyndir um hvað við vildum sem hún svo vann einstaklega vel með. Við erum afar ánægð með útkomuna. Lára hefur unnið með okkur áður, þekkir staðinn og á heiðurinn af fallegu myndunum okkar á samfélagsmiðlum.“

Sækir innblásturinn sinn í Viktoríutímabilið 

Segðu okkur aðeins frá Græna herberginu, stílnum og útliti. 

„Græna herbergið er á neðri hæðinni á Duck Rose og inngangurinn inn í salinn er við hlið stigans svo hann er aðeins falinn. Græna herbergið sækir innblástur sinn í Viktoríutímabilið og þessa „more is more“ hugmyndafræði, í bland við bóhem stíl. Djúp og litrík litapalletta, munstur í áklæðum og vel valdir antíkmunir setja tón sinn á rýmið. Útgangspunkturinn var að skapa rými sem væri hlýlegt og sjarmerandi að sitja í en á sama tíma líflegt. Antíkspeglar og gróður fylla loftið til að skapa ákveðna stemningu í rýminu, handvalin eldri listaverk sem töluðu til okkar í bland við nútímalist og vintage veggljós til að skapa hlýju,“ segir Margrét.

Græna herbergið sækir innblástur sinn í Viktoríutímabilið og þessa „more …
Græna herbergið sækir innblástur sinn í Viktoríutímabilið og þessa „more is more“ hugmyndafræði, í bland við bóhem stíl. Djúp og litrík litapalletta, munstur í áklæðum og vel valdir antíkmunir setja tón sinn á rýmið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Græna herbergið tekur 24 manns í sæti en heldur einnig mjög vel utan um smærri hópa. Þetta er hið fullkomna herbergi til að fara á trúnó ef vill. Herbergið er útbúið góðu hljóðkerfi auk þess sem tveir míkrófónar eru á staðnum og sjónvarp. 

Fundu gamlar myndir af fólki frá gullárunum á Café París

Þegar þið fóruð í framkvæmdirnar, gekk þá allt snurðulaust fyrir sig?

„Já, það gekk allt vel en tók auðvitað töluvert lengri tíma heldur en við gerðum ráð fyrir en við vorum með topp fagmenn í faginu hann Jens hjá GE verktökum og hans frábæra teymi sá um að framkvæma þetta með okkur. Þegar það var tekinn niður veggur innst í rýminu kom ýmislegt skemmtilegt í ljós þar á bak við til dæmis gamlar myndir sem eru frá Café París sem var í rýminu frá árið 1993 til byrjun ársins 2020. Myndirnar eru flestar frá árinu 1996, sem hægt er að kalla gullárin á Café París, af gestum og starfsmönnum. Við íhuguðum að birta myndirnar á samfélagsmiðlum og ætluðum að bjóða þeim sem þekktu sig á myndunum að njóta hjá okkur veitinga en á endanum fórum við ekki þá leið vegna persónuverndar sjónarmiða. Í staðinn fórum þá leið að smella þeim á hlið fallegrar ferðatösku í rýminu svo þær eru hér enn,“ segir Margrét sposk á svip.

Gamlar myndir sem fundust meðan á framkvæmdunum stóð hafa fengið …
Gamlar myndir sem fundust meðan á framkvæmdunum stóð hafa fengið sinn stað í ferðatösku í Græna herberginu en þær eru frá gullárunum Café París, sennilega flestar frá árinu 1996. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að nýta Græna herbergið? 

„Græna herbergið hentar fyrir smærri hópa í fundarhöld, morgunverð, hádegisverð, kvöldverð og hentar einstaklega vel fyrir starfsmanna skemmtanir og gæsa- og steggja hópa þar sem boðið er upp á karókí svo fátt sé nefnt. Hægt er að bóka Græna herbergið fyrir hópinn einungis í karókí og er hægt að sjá frekari upplýsingar fyrir það á heimasíðunni okkar eða hjá Dineout,“ segir Margrét og bætir við að þau hlakki mikið taka á móti gestum í Græna herbergið og bjóða upp á einstaka upplifun. „Hægt er að hafa samband við okkur til að fá frekari upplýsingar og koma með óskir, við erum opin fyrir að skoða allt,“ segir Margrét að lokum og er orðin spennt fyrir sumrinu sem allir eru að bíða eftir.

Antíkspeglar og gróður fylla loftið til að skapa ákveðna stemningu …
Antíkspeglar og gróður fylla loftið til að skapa ákveðna stemningu í rýminu, handvalin eldri listaverk í bland við nútímalist og vintage veggljós til að skapa hlýju. mbl.is/Kristinn Magnússon
Rómantíkin svífur í loftinu í Græna herberginu.
Rómantíkin svífur í loftinu í Græna herberginu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Snorri framreiðslumeistari er einnig meðeigandi með Margréti og stendur vaktina …
Snorri framreiðslumeistari er einnig meðeigandi með Margréti og stendur vaktina flesta daga og tryggir að matargestir njóti framúrskarandi þjónustu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Gamlir antíkmunir prýða herbergið.
Gamlir antíkmunir prýða herbergið. Ljósmynd/Lára Gunnars
Græna herbergið er rúmgott og vel skipulagt.
Græna herbergið er rúmgott og vel skipulagt. Ljósmynd/Lára Gunnars
Speglarnir í loftunum setja svip sinn á herbergið.
Speglarnir í loftunum setja svip sinn á herbergið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Gróðurinn í loftinu kemur vel út.
Gróðurinn í loftinu kemur vel út. Ljósmynd/Lára Gunnars
Falleg lýsingin er í herberginu og hér fá matargestir frið …
Falleg lýsingin er í herberginu og hér fá matargestir frið til að njóta og fara á trúnó. Ljósmynd/Lára Gunnars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka