Árni Þorvarðarson bakari og fagstjóri við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi fagnar ávallt þegar aðventan gengur í garð. Hann nýtur þess að eiga góða samverustundir með fjölskyldunni og baka jólasmákökur sem rifja upp æskuminningarnar um gömlu, góðu tímanna.
Hann deilir að þessu sinni uppskrift af vanillukrönsum sem honum finnst vera ómissandi að baka fyrir hátíðirnar með sínu fólki.
„Vanillukransar hafa lengi verið klassískur hluti af jólabakstrinum og gleðja jafnt börn sem fullorðna. Það er eitthvað töfrandi við að nota hakkavél eða sprautupoka til að móta þessa litlu kransa, og þegar þeir koma heitir úr ofninum og bráðna í munni, fyllist heimilið af ljúfum vanilluilm sem kallar fram hlýjar minningar,“ segir Árni með bros á vör.
Vanillukransar eru fullkomnir fyrir jólakaffið og veita dásamlega upplifun þegar þeir bráðna í munni. Það að baka vanillukransa saman er hefð gaman er að taka upp ef hún er ekki þegar til staðar. Þetta er hefð er viðhöfð á mörgum heimilum sem tengir kynslóðir saman og býr til minningar sem fylgja fjölskyldunni um ókomin ár.
Vanillukransar
Aðferð: