Dýrindis heitt súkkulaði sem kemur á óvart

Ljósmynd/Linda Ben

„Ég smellti í heitt Doré súkkulaði um daginn og vá hvað það var gott!“ segir Linda Ben um þessa dýrindis súkkulaðiuppskrift sem vert er að prófa. „Maður byrjar á því að hita mjólk og brýtur svo karamellusúkkulaðið út í, hrærir svo þar til allt er bráðnað og samlagað. Með því að setja örlítið af salti út í heita súkkulaðið nær maður fram dýpra og jafnara bragði. Glösin skreytir maður svo með salti karamellusósu (hægt að kaupa hana tilbúna eða gera frá grunni), hellir svo heita Doré súkkulaðinu út í, toppar með þeyttum rjóma og skreytir með meira af saltri karamellu.“

Heitt salt karamellu Doré súkkulaði

  • 200 g Doré súkkulaði
  • 500 ml nýmjólk
  • 1/4 tsk. salt
  • Þeyttur rjómi (magn fer eftir smekk)
  • Salt karamellusósa

Aðferð:

  1. Hitið mjólkina að suðu (ekki láta hana samt sjóða). Slökkvið á hitanum undir pottinum.
  2. Brjótið Doré súkkulaðið niður í bita og setjið ofan í mjólkina, hrærið varlega í svo að súkkulaðið bráðni. Bætið saltinu út í og hrærið þar til samlagað.
  3. Þeytið rjóma.
  4. Skreytið glösin með salt karamellu, hellið heita Doré súkkulaðinu í glösin, toppið með þeyttum rjóma og skreytið með saltri karamellu.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert