Dásamlega ljúffengt piparkökubrauð

Ljósmynd/Linda Ben

„Hér höfum við alveg dásamlega mjúkt og ljúffengt piparkökubrauð sem er án eggja og mjólkur, það er einnig vegan,“ segir Linda Ben um þetta dýrindis piparkökubrauð sem hringir inn jólin.

„Það er afar einfalt að útbúa það en maður byrjar á því að blanda saman þurrefnunum og bætir svo blautu hráefnunum út í. Bakar svo brauðið í 30 mín og berð það svo fram með mjúku smjöri og osti þegar það hefur kólnað svolítið.“

Piparkökubrauð (v)

  • 200 g hveiti
  • 2 tsk. kanill
  • 2 tsk. engifer
  • 1/4 tsk. negull
  • 1/2 tsk. matarsódi
  • 1/2 tsk. lyftiduft
  • 100 g kókosolía
  • 1 dl Veru hafrajógúrt með karamellu og perum
  • 1 dl hlynsíróp

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir- og yfirhita.
  2. Setjið hveiti, kanil, engifer, negul, matarsóda og lyftiduft í skál, hrærið saman.
  3. Bræðið kókosolíuna og hellið henni út í skálina ásamt hlynsírópinu, blandið vel saman við.
  4. Takið brauðform og setjið smjörpappír í formið. Þið getið líka smurt það en mér finnst þetta fljótlegra og þægilegra. Hellið deiginu í smjörpappírklædda formið og sléttið úr deiginu. Bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til brauðið er bakað í gegn.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert