„Ég nenni ekki að eiga hluti sem hafa ekki tilgang“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Hall­dóra Sif Guðlaugs­dótt­ir tísk­hönnuður býr ásamt eig­in­manni sín­um, Krist­ini Pét­urs­syni og börn­um þeirra þrem­ur í fal­legu raðhúsi í Mos­fells­bæ. Þau féllu fyr­ir hús­inu sem var til­búið til inn­rétt­inga. Hún er eig­andi tísku­húss­ins Sif Benedicta en það stofnaði hún eft­ir að hafa lært fata­hönn­un í Lista­há­skóla Íslands og unnið fyr­ir fræg tísku­hús eins og Al­ex­and­er McQu­een.

    „Ég féll fyr­ir út­sýn­inu,“ seg­ir Hall­dóra Sif en þegar þau skoðuðu húsið var mikið af börn­um úti að leika. Hún gekk með þeirra þriðja barn og fannst þetta heill­andi. 

    Þegar hún er spurð að því hvort þau hjón­in hafi verið sam­mála um hvernig heim­ilið ætti að líta út ját­ar hún að henn­ar skoðanir hafi verið ríkj­andi. Hún seg­ir að það sé ekki ólíkt að hanna heim­ili og að hanna fatalínu. Og því gerði hún mood­bo­ard svo að heim­ilið yrði sem skemmti­leg­ast. 

    Hall­dóra Sif og Krist­inn létu stækka eld­húsið svo þau kæmu fyr­ir stórri eyju. Á eyj­unni er fal­leg­ur steinn sem gef­ur eld­hús­inu höfðing­legt yf­ir­bragð. Eld­húsið er opið inn í stofu. Þar er borðstofu­borð við eld­húsið og svo stofa og sjón­varps­stofa fyr­ir inn­an. 

    „Ég nenni ekki að eiga hluti sem hafa ekki til­gang,“ seg­ir Hall­dóra Sif og bend­ir á garðbekk­inn sem nú er við borðstofu­borðið. Hann er geymd­ur inni á vet­urna en fær að vera í garðinum á sumr­in. 

    Hús­gögn­in koma úr ýms­um átt­um. Þar er til dæm­is tekk­borð sem þau keyptu í Góða hirðinum þegar þau byrjuðu að búa og stól­ar sem merkt­ir eru hjúkr­un­ar­heim­il­inu Grund. Þeir voru keypt­ir í Góða hirðinum á sín­um tíma. Við þetta bland­ast heims­fræg hönn­un, krist­als­mun­ir úr Snúr­unni og fleira fal­legt sem ger­ir heim­ilið heill­andi. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda