Flutti til Íslands þegar Boris Johnson skellti í lás

Halla Vilhjálmsdóttir Koppel býr í einni af þessum fallegu skipstjóravillum í 101 Reykjavík. Hún er gestur Heimilislífs þessa vikuna.

Halla er þekkt leikkona og söngkona en svo er hún líka verðbréfamiðlari. Hún og eiginmaður hennar, Harry Koppel, festu kaup á húsinu sumarið 2021. Eftir að kórónuveiran skall á vildi Halla vera meira á Íslandi en hjónin eiga þrjú börn. 

„Boris Johnson tilkynnti „lockdown“ númer tvö. Þá var ég bara svolítið búin að fá nóg, og sagði við pabba barnanna að þetta væri ekkert persónulegt en ég væri farin í bili,“ segir Halla og hlær.

Um er að ræða 229 fm hús sem byggt var 1923 sem er með stórum garði. Húsið er á þremur hæðum og lét Halla gera húsið upp í samræmi við stíl hússins. Gólf voru bæsuð og pússuð upp og eldhúsinnrétting sprautulökkuð svo eitthvað sé nefnt. 

Hjónin búa líka í Lundúnum og svo eru þau með aðsetur í sveitinni þar sem ríkir ró og friður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál